Mikið er það nú góð reynsla að taka þátt í óperusýningu og hreyfa bara varirnar! Ég talaði eins og ég væri andsetin þannig að mér var ráðlagt að halda kjafti. Te er drykkur sem ég drekk mjög sjaldan. Hef aldrei almennilega skilið tilgang tesins. En ég er kaffidrykkjukona með stóru Kái. Te er bragðdauft og ef maður vill fá eikkað bragð þá þarf tepokinn að marinerast í vatninu heillengi og þá kemur skrýtið bragð. Tepokabragð (hver kannast ekki við það?). En á þessum tímum þegar kvefið og hálsbólgan virðast ætla að skjóta varanlegum rótum þá er te bestast. Með hunangi sé ég djöfulinn skottast í burtu með skömmustulegan svip. Ég er ekki lengur andsetin!
En kók er besti drykkur í heimi. Ég elska kók. Ég veit ekki hvort líf mitt væri eins þýðingamikið ef einhver apótekari hefð ekki fundið upp lyf seint á 19. öld sem síðan varð drykkur sem síðan varð eðaldrykkurinn kók. Engin vara hefur verið eins mikið auglýst eins og kók og þvílíkir snillingar í markaðsfræði munu seint finnast. Tengjum drykkinn við hermenn og jólasveininn! Það getur ekki klikkað. Ég á ljúfar minningar um jólin og þegar ég fletti í gagnasafni hugans þá sé ég kók í bakgrunni. Svona eins og óbein auglýsing í kvikmynd. Og þegar mar fékk kók í gamla daga þá var það aðeins á hátíðisdögum. Í dag er kók eins hversdagslegt og mjólkin í denn. En í kóki eru ávanabindandi efni ólíkt mjólkinni (þó fyrirbærið mjólkurfíkn sé til)
Góðan daginn, ég heiti Kristín og ég er kókdrykkjufíkill. Ég myndi drekka kók í lítra vís ef það væri ekki fitandi og slæmt fyrir tennurnar. Þess vegna hef ég tekið á það ráð að drekka diet kók. Sem er í raun svipað og nikótíntyggjó fyrir reykingafíkilinn. En það er erfitt ferli og aðeins staðgengill sem kemur í raun aldrei í stað "the real thing"
Kókdrykkjufíkn (eða KDF) hefur ekki skaðleg áhrif á taugakerfið (held ég) eins og áfengi og eiturlyf. KDF hefur ekki áhrif á aðstandendur, veldur ekki skilnuðum eða andlegum skaða. Kókdrykkjufíkillinn endar sjaldan á götunni eða eyðir öllum sínum peningum í kók í bauk! KDF veldur offitu og ótímabærra gervitanna. Overdose tilfelli eru fá en sykursjokk er afleiðing stöðugrar drykkju án hlés. Óbeinar reykingar hafa skaðleg áhrif en óbein kókdrykkja er frekar saklaus. Kókdrykkjufíkillinn á það til að reyna að fá aðstandendur til að drekka kók með sér, til að friða samviskuna. Þeir eiga það oft á samviskuni að draga aðstandendur með sér í sukkið. Kókfíkillinn fær frákvarfseinkenni ef hann fær ekki dópið sitt. Það er á því tímabili sem KDF er mest skaðlegur sér og umhverfi sínu.
Ummm, mig langar í kók.
Wednesday, May 04, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Hva segiði, var kók ekki nýjasti hollustudrykkurinn.... Ef apótekari fann upp upprunalegu uppskriftina, hlýýýýtur etta að vera hollt...
já og kaffi skítur væri uppáhaldsstaðurinn okkar, eða eini staðurinn sem hleypti okkur inn.
Kók var upphaflega drykkur við magakveisum og mjög vondur á bragðið. Það hlýtur að leynast einhver hollusta í þessu ;)
þú verður ávallt mesti kókisti sem ég hef þekkt. Eða, passaði þig á mér. Ég er orðin gífurleg í dietinu
já hvernig væri mar ef ekkert væri diet kókið? úff vil ekki hugsa útí það...Ég væri ein af þeim sem þarf slökkviliðið til að ná mér útúr húsinu mínu sökum offitu.
Post a Comment