Thursday, March 08, 2007

Er aldurinn afstæður?



komin með átaksblogg.(kerladanska.blogspot.com)

.....á dauða mínum átti ég von.....

En svona er þetta, ég er líka farin að mæta í kirkju einu sinni í viku...

......og áður en þið vitið af því þá á ég eftir að snúast alveg við og gerast heimdellingur og fara að ganga með gemsann á mér daglega, hætta að drekka diet kók og horfa á fótboltann um helgar....Eða eitthvað.....


En ég ætla að nota tækifærið og óska Endurhæfingadeild Hrafnistu til hamingju með 10 ára afmælið! Húrra,úrra, úrrrraaaaaaaaa!!!

ég verð nú samt að deila með ykkur lífspeki aldraðra áður en ég hætti. Á rölti mínu um daginn með konu á tíræðisaldri sem bar aldurinn afburða vel og gæti vel verið á níræðisaldri þá lét ég þá klisju útúr mér ,af einhverjum ungæðingslegum ástæðum og greinilega mjög skilningssljóum, að aldurinn væri nú afstæður. Ég var ekki fyrr búin að láta þessi umæli falla útúr mínum ekki mjög svo gömlu vörum að konan lítur á mig full hneykslunar og svipur hennar sagði mér allt sem segja þurfti, Nei ALDURINN ER EKKI AFSTÆÐUR. Og hana nú. þarna fékk ég kennslu í því að láta undir engum kringumstæðum útúr mér klisjur sem á einhvern hátt viðkemur aldri.
Ekki einu sinni klisjurnar "allt er fertugum fært" og "þú ert bara eins gamall og þér líður". því þegar ég fór að hugsa um að ég væri með þvagleka, gyllinæð og jafnvel stómapoka og ýmislegt annað sem tengist ellinni þá er ég ekki svo viss um að mér fyndist afstæðnin í aldrinum svo heillandi. Við erum bara eins gömul og við erum..úff féll aftur í þessa gryfju....








No comments: