Sunday, March 04, 2007

danskur, danskari danskastur

Var að koma úr samsöng og viti menn ég er farin að standa kyrr þegar ég syng!!! jeij...þetta er stór áfangi fyrir mig og langaði bara að deila því með ykkur.

jæja ég er byrjuð á danska kúrnum. Uhhh verð víst að éta ofan í mig alla fordómana sem ég hafði um kúrinn því þetta er ekkert smá sniðugt. Ég þarf að innbyrða mikið grænmeti og ávexti og á beisiklí að éta allan mat en þarf að vigta hann. Það eru komnir 4 dagar núna og mér líður rosa vel bara! Svo þarf ég að mæta í vigtun einu sinni í viku. Ji, mér leið eins og ég væri kind á leið til slátrunar um daginn þegar ég fór í fyrstu vigtunina. Þarna vorum við, svona 30 stykki kindur, í röð og biðum þess að verða vigtaðar. Voðalega viðkunnulegar konur tóku á móti manni og skrifuðu svo niður þessar dómsdagstölur, á miðöldum hefðum við verið brennimerktar þessum tölum, þá gátum við skrifað niður óskaþyngdina og ég sá í huganum þessar endalausu fyrir og eftir myndir í vikunni og þessum kvennablöðum með fyrirsögninni "fyrst ég gat það þá getur þú það" og svo eru þær undur hamingjusamar á svip í gömlu tjöldunum sínum og halda þeim uppi stoltar á svip yfir árangrinum. Já, ég er ekki frá því að ég hafi séð mig fyrir mér þannig. En fyrst þarf mar víst að hafa fyrir þessu er það ekki? Þetta er að mínu mati aðeins spurning um eitt, hversu þrautseig verð ég að halda þetta út. Og eins og himininn lítur út í dag mun ég japla á brokkólí og baunum fram í rauðann dauðann og tala bara um danska kúrinn við ykkur eins og ég sé heilaþvegin þangað til annað kemur í ljós..adios...

No comments: