Thursday, October 05, 2006

Grússkí karamba!!



Jebbs pípóls kaupin gerast sko hratt á eyrinni, er komin með nýja vinnu, frami minn hjá póstinum verður að bíða betri tíma því ég er að fara að vinna sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á Hrafnistu. Lýst bara akkotti vel á það. Er að skutlast með gamlingjana í leikfimi og boccia og setja á þá heita bakstra og sona, aðstoða þau í tækjsal líka. Get náttlega montað mig hvað ég tek mikið í bekkpressu, fín samkeppni sko og mjööög gott fyrir egóið! Ekki það að ég taki mikið í bekkpressu, hef reyndar bara gert það einu sinni :S allavega þá held ég að þetta sé gott múv því þrátt fyrir kosti þess að bera út þá er það ekki beint góðs viti að vera komin með leið á einhæfninni eftir 4 daga!
Og þið þarna úti sem eruð ekki búin að merkja ykkur vel og rækilega á hurðirnar ykkar ættuð að skammast ykkar og drífa í því, þið vitið ekki hvað þetta tekur á sálarlíf póstarins páls og co. Ó mæ hvað þetta er trist.

ich bin ein Zauberer.

Þarf að fara að rembast við að læra rússnesku lögin mín. Abbabbabb hvað rússneskur framburður er geðklofinn, t.d ber mar b fram sem v og p sem r, fyrir utan alla stafina sem eru bókstaflega ekki í okkar stafrófi. En einstaklega gaman samt og fræðandi. Þetta eru lítil sæt þjóðlög og ég er ekki búin að læra meira en að bera fram fyrstu þrjú orðin í einu laginu. En þetta kemur með vodkanu eins og rússarnir segja. Grússkí karamba!!!

1 comment:

Anonymous said...

Til hamingju með nýju vinnuna!!
Þú getur nú líklega æft þig í tækjasalnum alveg eins og að labba úti með póst, þannig að ég held þetta séu góð kaup
:)