Friday, September 29, 2006

...Vér mótmælum öll...


Mér líður eins og ég sé stödd í gjörningalandinu mikla. Fór í mótmælagöngu Ómars Ragnarssonar í vikunni og varð voðalega hissa á fjöldanum. Jidúdda hef aldrei séð annan eins fjölda samankomin á íslandi til að mótmæla og þetta voru ekki bara hippar og mh -ingar og vinstri grænir! Þarna var allur skalinn af fólki. Samt finnst mér alltaf hálf furðuleg stemmingin í íslenskum mótmælagöngum. Veit ekki hvað það er en einhvern veginn finnst mér eins og fólk sé svona hálf vandræðalegt. Sona við erum að mótmæla en samt erum við eiginlega bara á röltinu hérna að ræða um veðrið eða eikkað. Ekkert almennilegt fútt í þessu! Samt kom almennilegt fútt í þetta þegar Ómar hélt ræðuna sína niðrá Austurvelli! Ég stóð mig að því að klökkna ítrekað og hrópa eins og ég væri á samkomu hjá krossinum. Ef ég væri í sértrúarsöfnuði þá vildi ég vera í sértrúarsöfnuðinum hans Ómars. Vá hvað ég er reið útí þessa kárahnjúkavirkjun ekki bara útí virkjunina sjálfa heldur ósvífni ráðamanna Íslands sem vita að þeir komast upp með nánast hvað sem er því þjóðin er svo föst inní vítahring þess að vinna fyrir skuldunum og jeppanum og matnum að hún hefur ekki orku til að mótmæla. En nú er öldin önnur. Héðan í frá ætla íslendingar að mótmæla þegar þeim ofbýður mikilmennskubrjálæði stjórnvalda og Ómar er maðurinn sem mun sjá um að skipuleggja herlegheitin. Ég er tilbúin með spjöldin til að mótmæla því að Árni Johnsen er á leiðinni aftur í stjórnmál og að sakirinar gegn honum voru felldar niður!! Er reyndar aðeins of seint í rassinn gripið með það en það þýðir ekki að hugsa svoleiðis, bara að mótmæla öllu óréttlæti og hingað og ekki lengra!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Svo hinn gjörningurinn, slökkt'á ljósunum og horfðu á stjörnurnar, var í gær. Ég þekki konu sem sagðist reyndar ætla að kveikja á öllum ljósunum í íbúðinni sinni til að mótmæla þessu en það hlýtur að vera afleiðining nýtilkomins mótmælendaæðis sem skekur landann. eníhú þá slökkti ég á ljósunum því ég er kind sem fylgir hjörðinni sinni og fór út og labbaði um hverfið og það var ca. slökkt í öðru hverju húsi. Sem þýðir að 50% hverfisins eru kindurm, hinir eru bara myrkfælnir. Sáum engar stjörnur þetta kvöld en fullt af áttavilltum kindum sem ráfuðu um göturnar eins og uppvakningar. Þetta var gaman. Hressandi bara. Já, ég myndi slökkva aftur á ljósunum að ári, held það bara. ´

jæja, ég er komin með vinnu. Já, ég sagði ykkur þarna úti að ég yrði komin með vinnu fyrir mánudaginn 2.okt, sama hvað það kostaði. hehe. Er að fara í draumadjobbið, er að fara að bera út póst, s.s. fæ borgað fyrir að hreyfa mig. Ekki amalegt það. En þessi vinna hentar örugglega vel með söngnum. Get raulað lögin mín í hausnum á meðan ég geng um göturnar og gæjist í lúgur. Svo ætla ég að vera með mp3 spilarann minn í eyrunum og perralúkk í augunum :P jább held það bara (uppáhalds frasinn minn þessa stundina).

Er komin með nýja fartölvu. Takk Joey bró :) Var komin með fráhvarfseinkenni á háu stigi. Sprúðlandi fínt að geta downlodað aftur.

No comments: