Tuesday, September 12, 2006

Sumri hallar hausta fer

Það er komið haust.Laufin eru farin að visna á trjám og þau lauf sem hafa fallið
alltof snemma liggja einmanna á stéttum og í grænum görðum sem bíða þess eins að haustið blási endanlega sinn marglita dóm yfir allt. Mér finnst haustin yfirleitt frábær tími því haustin eru tími breytinga en ekki eru allar breytingar okkur í hag. Það er eitthvað svo tómlegt loftið þetta haust. Vindurinn er ekki hlæjandi og hvíslandi leyndarmál um framtíðina, hann er kaldur og hæðist að okkur sem stöndum og horfum á einmanna laufblöð með ótal spurningar í augunum.
Það er komið haust

No comments: