Monday, November 28, 2005

Langi-mangi, Mozart og Grieg?

Éta mat, éta mat, éta lon og don, sagð'ann langi mangi langi mangi langi mangi langi mangi langi mangi svangamanga son.

The theme song of this weekend. Hitti einmitt hann Langa-Manga og hann söng þetta fyrir mig þegar ég var nýbúin að tæta í mig jólahlaðborðið á Borginni. Úff.

Var emmmet að fá herbalife inn um lúguna hjá mér og á eftir að ná 3 kg. af mér fyrir jól og þá hef ég náð 7 kg. takmarkinu mínu! jeij....Langi-Mangi hvað syngur þú þá anorexian þín?

Þarf að vera rosalega dugleg að æfa lögin mín þessa viku því tónleikarnir eru 6.des og ég er ennþá að hiksta útúr mér lögunum. Ætla að syngja Millom Rosor eftir Grieg og Als Luise die Briefe ihres ungetrauen liebhabers verbrannte eftir Mozart og Hjá lygnri móðu eftir einhvern íslending við texta Halldórs Laxness. Eggi gott prógramm hjá kerlu?
Væri nú samt ekki gaman að heyra mig syngja lagið hérna að ofan, kemur örugglega vel út í óperu útsetningu....Svo get ég verið með harðfisk um hálsinn og nartað í hann á milli laga! Bara prófessional...

No comments: