Monday, April 25, 2005

Vinkona dauðans og brúnkukrem lífsins

Fórum á árshátíð á laugardaginn. Þar sem mar getur ekki látið sjá sig á svoleiðis samkomum föl eins og lík og mar vill ekki fara í ljós því þá á mar á hættu að verða lík þá bar ég á mig brúnkukrem. Veit ekki hvort er betra að vera föl eða flekkótt? Ég er náttlega soddan fluðruveski (þýðing fljótfær) og nenni ekki að dunda mér við að bera þetta á mig. Setti kremið á mig klukkutíma áður en ég mætti á árshátíðina og hélt ég væri rosalega fín og brún. Svo átti ég leið á klósettið og varð litið á sjálfa mig og mér til skelfingar þá var ég eins og jing og jang tákn.

Jisús, eignaðist vinkonu dauðans á árshátíðinni. Var þarna með kærasta sínum sem vinnur með Þórði. Hún fór að tala um barnið sitt sem hún átti fyrir 5 mánuðum síðan og þetta væri fyrsta skipti sem hún fer út frá barninu. Voða næs og almennileg við fyrstu kynni. En hefði kannski átt að fatta að hún væri nú ekki alveg í lagi þegar hún fór að segja mér að ég yrði að verða ólétt af því hún vildi svo rosalega mikið verða vinkona mín. Hún fór að segja mér alla sína barneigna sögu og bestu leiðina til að verða ólétt. Þetta voru frekar súrrealískar samræður og svo blandaðist kallinn hennar inní málið og fór að segja við þórð að hann yrði að gera mig ólétta sem fyrst! Pæliði í þessu! Og svo stóðum við þarna og ég eiikkað neinei ég er ekkert að flýta mér og svona. Svo byrjaði hún að tíunda það hvað ég væri æðisleg og sæt og sexy og skemmtileg og að hún væri svvvo ánægð að hafa hitt mig. Jæja, þegar leið á kveldið þá fer ég með þórði að dansa og skil vinkonu dauðans eftir með sínum kærasta og áður en ég veit af þá kemur kallinn hennar og biður mig vinsamlegast að koma og halda kærustunni kompaní! Bíddu er ekki allt í lagi með ykkur eða? Jæja ég dröslast með skottið á milli lappana til að spjalla við hana (er alltaf svo aumingjagóð í víni) og þá er hún bara fúl útí mig og voða dramatísk. Svo nenni ég ekkert að púkka uppá hana lengur og er held mig bara í fjarlægð. Þegar við förum svo í rútuna (voru 2) þá varð hún að vera í sömu rútu og ég. Svo höldum við niðrí bæ og hún er að segja þórði hvort hann geri sér grein fyrir því hversu frábærslega æðisleg ég sé og þórði var ekkert að lítast á blikuna :)
Svo þegar við komum niðrí bæ þá segir kærasti hennar við mig að ég verði að fara með þeim og svo þegar ég hleyp í burtu þá fer hún að gráta og síðasta sem ég sá var hún hágrátandi utan í greyjið kærastanum. Og mér leið hálf ömurlega verð ég að segja.

3 comments:

Anonymous said...

Fór hún virkilega að gráta.
Setti á mig brúnkukrem til þess að vera sæt. Fór svo skömmu seinna í sokkabuxurnar . þegar ég kom heim af djamminu þá var ég eins og picassoverk.

Anonymous said...

hvenær kemst flekkótt húð í tísku?

...og appelsínuhúð og hrukkur og fitukeppir og loðnir útlimir?

Anonymous said...

stofnum klúbb. Flekkir eru sexy, einnig flak.