Friday, April 22, 2005

Raunir sólóistahópsins 5 Frekar Flekaðar

Ég veit ekki hvaða geðveiki þetta er en mig dreymdi saur í nótt, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að í morgun, eins og alla morgna, fékk ég mér kaffi og fann þessa líka saurlykt af kaffinu! Hvað er málið? Eru draumarnir að elta mig inn í daginn? Eða er ðetta bara í nösunum á mér? Kannski eikkað að kaffinu? veit það ekki og mun líklega aldrei komast að niðurstöðu um þetta mál. Ég þarf virkilega að eignast eitthvað líf fyrst ég skrifa um þetta mál á blogginu mínu. Stundum er mar bara sorglegur og verður barasta að leyfa sér að vera það!

Nú er ég á fullu á æfingum í óperunni. Eyddi fyrsta degi sumars á fjölum íslensku óperunnar. Við í kórnum (eða 5 manna sólóistahópurinn) vorum fengnar til að færa leikmuni til í sýningunni. Þvílík kúnst að færa til sviðsfleka og stóla! Tók okkur hvorki meira né minna en 2 kl.st. að æfa það. Svo tókst okkur að klessa flekana saman í hvert einasta skipti sem við hreyfðum þá og á þessum flekum eiga að vera skuggamyndir þannig að við verðum að vera fljótar að láta okkur hverfa á réttum tíma því annars sjáumst við hlaupandi eins og tröllskessur á flekunum :) Mér tókst náttlega að klúðra málunum í gær, ég ætlaði að vera svooo snögg að færa þá en fattaði mér til skelfingar að ég var óþarflega mikið í sviðsljósunum og var svolítið eins og kind sem veit ekki hvort hún á að hlaupa yfir veginn og drepast eða ekki.

En vá hvað leikhúslífið er mikið þolinmæðisvinna! Ingólfur leikstjóri er búin að breyta hlutverki okkar svo oft að ég held ég sé að þróa með mér multiple-personality-disorder. Vorum sveittir og feitir tyrkir í byrjun en erum orðnar einhvers konar kvennabúrs hórur! Og mikið er ég sátt við hlutskiptin. Var ekki að fíla mig sem einhvers konar karlrembumatsjó miklu skemmtilegra að leika hóru. Meiri möguleikar! Eins og allir vita þá eru hóru hlutverk rosalega vænleg til óskarsverðlauna. Því hórulegri því betri leikona ertu. Ég er ekki að segja samt að ég ætli að lifa mig of mikið inn í hlutverkið, gæti eyðilagt líf mitt en eins og einhverjir segja "Allt fyrir listina".

4 comments:

Anonymous said...

Ein spurning.
Tókstu þér sopa af kaffinu eftir að hafa fundið saurlyktina?
Ef svo er þá get ég strax sagt þér það að draumurinn er ekki vandamálið heldur........
Þannig ég vitni í þarmastigs útreikninga hans Freauds.

Anonymous said...

p.s ný færsla bíður þín með kaffinu.

Anonymous said...

Ég drakk kafffið með góðri lyst!

held að það segi freudistum að ég átti mjög heilbrigt þermisstig.

Anonymous said...

það segi mér að þú hafir haldið hægðunum inní þér þegar þú varst krakki og núna ertu að fá útrás.