Thursday, April 07, 2005

til hamingju með afmælið Megas og megi þú verða páfi okkar íslands!

Ég átti alveg yndislegan afmælisdag! Fékk óvæntan hjúkkusöng, er að spá í að stofna meltingadeildarkórinn ;) gætum sungið fiskinn minn nammmi nammi namm og allur matur á að fara upp í munn og ofan i´maga og borðið þér orma frú Normann í tilefni að Megas er sextugur í dag, til hamingju meistari. MEgas er s.s. hrútur eins og ég. Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta! Allavega, ammælisdagurinn minn var alveg eins og góðir dagar eiga að vera, söngur, matur og gott fólk! Og takk fyrir allt mitt fólk! Biðst samt afsökunar á því að kakan OG kaffið var búið eftir kl. 21:00. En í sárabætur ætla ég að hafa nóg af veitingum á laugardaginn.

Já, páfinn er dauður og allir voða sorry. Veit ekki alveg hvort ég get tekið þátt í þessum skrípaleik. Finnst þetta allt hræsnislegt. Merkur maður dáinn og allt það en hvernig komst hann til valda? Takið eftir því að dánarorsök páfans var tilkynnt fljótt og mjög ítarlega svo ekki færu neinar sögur um að hann hefði verið drepinn eins og með forvera hans. Allt mjög grunsamlegt í kringum það. Enginn veit með vissu dánarorsökina og voru læknarnir að hringlast með hitt og þetta sem hann átti að hafa látist úr. Var tiltölulega ungur og sprækur með nýjar hugmyndir. En páfi var ekki lengi í páfagarði. Hann þótti ekki nógu íhaldssamur og þess vegna varð hann að fara! Það væri nú hræðilegt að páfinn færi að styrkja Durex og þramma, í leðurdressi, göngur gayparade! Ótrúlegt hvað afturhaldsemin og siðleysið fær að grassera þarna í páfagarði. Hallelúja..

1 comment:

Anonymous said...

Páfinn var ARGUR:)