Friday, April 15, 2005

Post-Ammælis-Stress-Disorder

Hef ekkert getað skrifað í viku!

Ásæðan er mjög líklega: Post-ammælis-stress-disorder.Já ég hef ekki verið með sjálfri mér eftir ammælið mitt sem heppnaðist frábærlega! Stóðum náttlega á haus og fengum góða hjálp frá Ester og familíunni. Takk og takk. Það er nebbnilega ótrúlegt hvað hægt er að gera góða hluti í lítilli kjallaraíbúð! Þar þjappaðist saman tvöföld fjölskylda og vinir á svo hagstæðan hátt að allir komust fyrir. Þið eigið hrós skilið. Svo leið mér eins og Rós líður í hnappagati (eða annars er það ekki jákvætt?) og fékk svo bestu gjöf sem hægt er að fá þegar manni finnst mar gamall. Lífshlaup mitt í myndum (frá fæðingu) og ljóðum (frá því ég var 10 ára) sem var bytheway MJÖG frjótt tímabil í lífi mínu. Það fór ekkert úrskeiðis sem getur svo auðveldlega farið úrskeiðis í svona samkomum. Eins og t.d. maturinn óætur, aha, neinei, hann var svooo ljúffengur þó ég segi sjálf frá. Bollan óáfeng, fannst nú flestir vera í góðum gír. Ammælisbarnið dauðadrukkið og á mjög svo dramatískum trúnó við alla, hehe ekki fyrr en undir morgun ;) Tónlistin var í eðalgæðaflokki í stjórn Ester og Ellu. ´90 nostalgíju diskur með lögum sem ég dýrkaði í denn (ókei ég var nineties fórnarlamb) og ekki má gleyma honum Van Son víetnamska söngvaranum sem fór á kostum! En um líf hans má lesa á síðunni hennar Ester.

Ég er byrjuð á æfingum í Íslensku Óperunni á Apótekaranum eftir Hayden. Úff púff og stúff. Ætla að semja lag um gærdaginn.

10 litlir sópranar ætluðu að syngja'í kór
5 flippuðu á því
og böðuðu sér uppúr klór

5 litlir sópranar eftir voru þá
þær sungu sig í hel
og átu Jóa Fel

Já, eins og kemur fram í þessu ljóði þá hætti helmingur kórsins á öðrum degi! Hvílíkt úthaldsleysi. hehehe. Og nú get ég ekki hætt! Ef ég hætti þá hrynur þessi magnþrungni kór eins og Domino kubbar. Það tekur á sálrtetrið að dröslast þangað á hverjum degi í 4 kl.st en svo þegar ég er komin þá finnst mér svo gaman og get alleg hugsað mér að vinna í þessum bransa. Ég meina kommon að syngja og leika sér og fá borgað fyrir það! Hvað getur hugsanlega verið betra?
Fyrir utan náttlega atvinnudraum minn að eiga pulsuvagn.



Fyrirsögn Dagsins

bætti á sig 50 kíló á 5 mánuðum!

Hvaðan kom viljastyrkurinn?

3 comments:

Anonymous said...

eins mikill sælkeri og ég er þá held ég að ég gæti auðveldlega bætt á mig 50kg á 5 mán ef ég sleppti mér gjörsamlega:)

Anonymous said...

hehehe, ég er ekki frá því að ég hafi komist nálægt því um helgina ;)

Anonymous said...

það er ekki hægt að gera manni það að fara í 3 afmæli og 1 fermingu á sömu helgi :(

nú er sko átak smátak :)