Monday, April 18, 2005

Aðgát skal höfð í nærveru ættingja

Góðan daginn þið þvottaklemmur á snúru alheimsins!

Veisluhöld virðast elta mig á röndum þessa dagana. Fór í hvorki meira né minna en 3 afmæli og 1 fermingu (hjá Háksa Bró) um helgina. Er illilega búin að overdósa á kökum og majónesi. En í dag drekk ég vatn og aftur vatn til að hreinsa innyflin og samviskuna.


Ættingjar (majonimus ættus)

Ættingjar eru fyrirbrigði sem erfitt er að forðast algjörlega. Þeir leynast í heimakynnum sínum svo mánuðum skiptir en poppa síðan upp á vorin í kringum fermingar. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir en eiga þó sameiginleg gen. Ættingjar þekkjast langar leiðir á smeðjulegu brosinu og þá einkennir stæk kaffilykt og oft má sjá leifar af majónesi og rjóma í munnvikum þeirra. Til að forðast að lenda í neti ættingjans er best að forðast algjörlega að mynda augnsamband við hann því þá er voðinn vís. Ættinginn ræðst á fórnarlambið með nærgöngulum spurningum um líf og framtíðarplön þangað til fórnarlambið er niðurbrotið á sál og líkama. Ef þú ert svo óheppinn að lenda í klóm ættingja er best að brosa mikið og kinka kolli og svara spurningunum og reyna eftir fremsta megni að sýna áhuga á ættingjanum og afkvæmum hans ef ekki þá á hann það til að styggjast mjög. Og umfram allt engar snöggar hreyfingar!

brabra sagði fuglinn og dó......

3 comments:

Anonymous said...

mér þykir brúðkaup verst. Sérstaklega þegar einhver sem þú þekkir er að giftast/kvænast röngum maka. Og þau brúðkaup sem ég hef farið í þá er það ekki eins og í bíói. Presturinn gefur manni ekki færi á því að mótmæla.
Allir reyna að njóta stundarinnar og segja brúðinni hvað hún sé falleg. Hún er auðvitað búin að svelta sig síðasta hálfa árið og eyða hundruðum þúsundum til þess að hún myndist örugglega vel á brúðkaupsmyndunum.
Níu mánuðum síðar kemur barn og konan sleppir sér gjörsamlega. Börnin einoka brjóstin og karlinum líður eins og hans sé ekki lengur sérstakur.
Dag einn þegar konan kemur heim eftir að hafa verið hjá móður sinni um helgina rekst hún á gegnsæa rauða smábrók undir koddanum sínum.
Þau skilja.
Hún heldur húsinu, en þarf að flytja vegna afborganna. Það er erfitt að vera einstæð móðir með 2 börn.
Hann hittir börnin aðra hverja helgi til þess að gefa bra bra.
Börnin:
Drengurinn leitar í dópið vegna þess að hann lendir í vondum félagsskap. Móðirin tók ekki eftir því fyrr en það var of seint. Hvernig á einstæð móðir í 3 vinnum að taka eftir því.
Stúlkan endar með krónískann buddukláða því eina sem hún þráði var það að pabbi hennar elskaði hana.

Þetta er ástæða þess að mér þykir brúðkaup mjög sorgleg.

Anonymous said...

það er greinilegt að þú ert skilnaðarbarn!

Anonymous said...

ert þú líka með krónískan buddukláða Ester?