Monday, April 04, 2005

Og svartholið gleypir okkur öll á endanum

Þá er þessi dagur runninn upp. Síðasti dagur æsku minnar. Á morgun verð ég gömul. Var að borða síðasta hádeigisverðinn. En ég er búin að taka ellina í sátt. Verð bara. Ég veit að innst inni verð ég sú sama. En við ykkur öll sem hafa gengið í gegnum súrt og sætt með mér vil ég segja ,áður en ég fæ Alsheimer eða parkinson, Takk fyrir samfylgdina og þrátt fyrir allt þá verð ég enn hjá ykkur í anda. Amen.

Best að blogga samt eitthvað svona í hinsta sinn. Horfði á silfur Egils í gærkveldi og þar var hann með mæta menn sem höfðu lesið bókina the last century (minnir mig). Bókin var eftir frægan vísindamann sem uppgötvaði svartholið og fjallaði hún um allt það sem gæti farið úrskeiðis hjá mannkyninu sem verður þess valdandi að við deyjum út. Mjög mikil bjartsýnismaður þar á ferð! Þar var m.a minnst á nanó tækni sem er verið að þróa og þegar við höfum náð fullum tökum á nanóinu þá getum við búið til tæki sem hugsa eða vélmenni. Og hættan var sú að við missum stjórn á vélmönnunum og þau færu að drepa okkur (já þetta var í silfri egils ekki tölvuþættinum á popptíví) og það sem meira var þá kúka vélmennin einhverju grænu gumsi sem myndi safnast upp í náttúrunni og bara allstaðar og þar með eyðileggja náttúruna. Skemmtileg framtíðarsýn ekki satt? Svo var ýmislegt annað sem getur grandað tilveru okkar og allt tengdist það þróun vísindanna. Sko, á ekki bara að banna þessum vísindamönnum að vera endalaust að finna hjólið! Það eru mjög líklega milljarður araba sem styðja t.a.m Osama Bin Laden og fleiri brjálæðinga vegna hversu slæm lífskjörin eru og hatur á vesturlöndum og því sem við stöndum fyrir. BNA hafa einmitt átt þátt í að stuðla að því. Ef t.d. svíar sæju sér hag í því að bjarga þjóðinni frá einoki Dóra og Davíðs og myndu bomba okkur aftur á sturlungaöld þá myndi ég hata alla Svía og líklega allt ljóshært fólk með blá augu. En er samt ekki viss um að svíar séu með slík áform, bara tók sem dæmi. ( helv..svíar). Já það sem ég vildi sagt hafa er að framtíðin verður svört ef marka má þennan svarthols uppgötvara. Og það sem meira er, hvaða hálvita vísindamenn telja það okkur í hag að reyna að "búa" til svarthol. Það er enn önnur vitleysan sem vísindamenn eru að dunda sér við. Jæja, best að fara í vinnuna og búa til svarthol sem gæti gleypt okkur með húð hári og jarðskorpu. Það þyrfti engan Osama Oddson til þess að stjórna því, það sér alveg um það sjálft. SVo er mengunin annar kapituli. Nenni ekki að tíunda það. Þið vitið alveg hvað mér finnst um beljur!

Jæja og morgundagurinn nálgast óðfluga eins og óð fluga.

3 comments:

Anonymous said...

ég skil ekki svona djúpar hugsanir. Kannski er það út af því að ég er svo ung.

Anonymous said...

fann hjá mér franskan kaffihúsadisk, viltu hafa hann í afmælinu?

Anonymous said...

já endilega :) Lýst vel á það madamme