Saturday, September 08, 2007

Ekki í frásögur færandi?



Það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér síðustu vikur, allt að gerast í skólanum og sona.


Fórum á ættarmót þar síðustu helgi á Hyrningsstaði, systkini mömmu og börn og barnabörn. Jisús, ótrúlega skrýtið að sjá fullorðna einstaklinga sem ég sá síðast sem krýli! Þetta er það góða/slæma við ættarmót mar verður svo áþreyfanlega var við tímann og fyrir ykkur sem vissuð það ekki þá flýgur hann ;) Jább, sirkustjald blasti við okkur í sveitinni og forláta lamb á teini sem snérist hring eftir hring og endalaust af skyldmennum með bleika hatta, hver ætt átti sinn lit, svo spilaði annar hver maður á gítar þannig að það var sungið langt fram á kvöld. Svo má ekki gleyma öllum leikjunum sem var farið í, öskubuskuævintýrið er sko ógleymanlegt. Gleymi ekki Herbein í hlutverki töfradísarinnar, bara fyndið.


Ég gerði stór mistök fyrr í vikunni, mistök sem ég læri af og reyndar sýndu mér að ég er nú bara nokkuð sterk. Sumir menn eiga bara ekki að vera kennarar eða gefa sig út fyrir að vera það. Mér bauðst að syngja fyrir mjög þekktann mann í óperuheiminum (hér á landi). Sem söngkonu þá fannst mér það mjög spennandi. Var fyrst og fremst að gera það af forvitni og til að fá uppbyggileg ráð varðandi söng minn. En þar skjátlaðist mér gríðarlega. Þessi þjóðþekkti maður gerði lítið annað en að gera lítið úr mér og hefur mér aldrei nokkurn tíman liðið jafn illa að syngja. Hann hafði ekkert að segja, engin ráð, enga kennslu. Ég þraukaði þrátt fyrir nastý komment og reyndi að gera mitt besta úr þessari hörmung. Eftirá leið mér eins og ég hafði verið niðurlægð, höfð af fífli. En það var í raun bara hann sem gerði sig af fífli og ég er það sterk í dag að ég læt ekki óþroskaða belgi blása mér um koll.


Svo er ég búin að vera á Masterklass námskeiði, norskur ljóðasöngvari var að hlusta á okkur syngja Grieg. Þvílíkur munur á þessum tveimur mönnum, ætla ekki að lýsa því. Nú veit ég hver munurinn er á alvöru kennara og wannabe kennara. Ótrúlega gaman á þessu námskeiði, hann ráðlagði mér að vinna að botninum og finna mig í röddinni, finna grunninn. Ég skildi alveg hvað hann var að fara, inní mér klingdi það bjöllum. Hann sagði að ég væri með mjög stóra rödd og þyrfti að vera óhræddari að láta vaða. Ég fékk bókstaflega sjálfstraustið aftur sem söngkona.


Díses það er eitt sem mig langar að deila með ykkur esskurnar. Einu sinni fyrir langa löngu þá var kerlan á Herbalife. Sem er ekki í frásögur færandi nema að með pakkanum fylgdi málband sem er ekki í frásögur færandi nema að um daginn notaði Þórður málbandið til að mæla glugga, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann komst að því að málbandið mældi ekki rétt! Það vantaði fjóra sentímetra á metrann! Þá fékk ég flassbakk því einhvern tíman hafði ég skráð samviskusamlega þá sentímetra sem um mig lágu í þar til gerða bók sem er ekki í frásögur færandi nema að seinna notaði ég "alvöru" málband og komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði bætt slatta af sentímetrum á mig sem þá samkvæmt vísindalegum niðurstöðum höfðu alltaf verið þarna en Herbalife mælingin hafði slegið ryki í augu mín allan þennan tíma. Nú verð ég s.s. að skilgreina mig uppá nýtt, sona sentímetralega séð.......


Í lokin ætla ég að óska Ellu litlu systur til hamingju með 25 ára afmælið 3. sept og Unnari stjúpbróður til hamingju með "the big 30" líka 3. sept. Til hamingju elsku snúllurnar mínar. (sorrý Unnar að ég kallaði þig snúllu ;)


á góðri stund á leiðinni í disney world :)

2 comments:

Anonymous said...

takk fyrir elskan mín :D
Takk fyrir að setja svona rauða svínamynd af mér á netsíðuna þína, alltaf flott, haha

Anonymous said...

hehe það var ekkert darling ;)

hvaða þú ert svo sæt!!!