Tuesday, June 05, 2007

Ferðasaga (af íslenskri fjölskylda í ameríku og öðrum hryggleysingjum)

Komin í kuldann, reyndar fyrir næstum því tveimur vikum, var brún en er sem betur fer búin að endurheimta brúnkuklútsvænu hvítu húðina :)





Orlando var mjög sérstök upplifun, þetta var rosalega afslappandi og góð ferð, fjölskyldan var auðvitað í fyrirrúmi og mér leið svoldið eins og ég væri orðin tíu ára aftur ;) sem er góð reynsla fyrir 27 ára kerlur á hraðlestinni "þrítugsaldurinn nálgast óðfluga.is". Ég, Ella og Alexander vorum staðsett í aftursætinu á fjölskyldutrukknum ammeríkuvæna og náðum áður óþekktum hæðum í grettum og fettum og yndislegum fábjánaskap. Örfáar myndir náðust því til staðfestingar og ykkur öllum til yndisauka.











































Húsið sem við vorum í var algjört æði, Mjög amerískt allt, þið vitið hvíti stóri stiginn, ískápurinn með klakavél, sundlaug og flatskjár í hverju herbergi ( Reyndar svoldið íslenskt líka !) Desperate housewives umhverfi, sáum samt fáar örvæntingafullar á hælum, sást aðeins til einnar áttræðar sem var að "viðra" sig í bílskúrnum. Edie hvað? Dýralífið var alveg frábært þarna, eðlur, íkornar,storkar, kanínur, slöngur, skjaldbökur, kakkalakkar, dodo flugur (svokallaðar graðflugur) og svo má ekki gleyma honum Hafliða.



jább, hiti og sviti, morgunmatur á sundlaugarbakkanum, amma að telja flugvélarnar sem flugu yfir, núðluhopp og núðluskopp í lauginni, sólarvörn og Albertsons.



















































Það sem mér fannst mjög skrýtið þarna er að í Orlando er enginn miðbær, eins og við þekkjum úr Evrópu eða annars staðar. Furðuleg tilfinning að geta ekki rölt um miðbæ og setjast niður á kaffihús og hafa það huggó. Þú ferð allt á bíl, enda sér mar ekki marga ganga, vegalengdirnar eru svo miklar. Hehe, við fengum hálfgert menningarsjokk fyrsta kvöldið þegar við fórum út að borða, keyrðum á aðall veitingahúsagötuna og þar var allt morandi í skyndibitastöðum, þar voru svona hlaðborð all you can eat (children eat for free), frekar svona subbuleg stemming og við vorum fínt klædd og ekki alveg í stuði fyrir að sitja í mötuneytisstemmingu þar sem takmarkið var að hlaða eins mikið af mat og mögulegt var. Úff, svo sá maður heilu fjölskyldurnar afvelta af fitu og mjög margir komnir í rafknúna hjólastólabíla því þeir gátu ekki gengið lengur. Enda svo sem ekki gert mikið ráð fyrir því að þú gangir mikið.


Flórída er náttlega þekkt fyrir garðana sína, við fórum í Universal Studios og Disney World og Wet´n wild rennibrautagarð. Það var mjög gaman í Universal en mér fannst nú Disney world frekar mikil vonbrigði, æji þetta er svona kauptu kauptu, ofgnótt af öllu, yfirþyrmandi Disney tónlist alveg að æra mann og endalausar biðraðir inn í tækin. En hefði samt ekki viljað missa af þessu. Bara langar ekki að fara aftur. Aldrei aftur!!!!!!

Jább þetta var bara rosa gaman og gott að hrista fjölskylduna saman í amerískan shake´n steak


















































2 comments:

Anonymous said...

Þetta voru góðir tímar!

Begga biður að heilsa :)

Anonymous said...

úje :)

Er Begga ennþá að deita Geir Ólafs?