Wednesday, October 18, 2006

og þar lá fjallið grafið

Var í söngtíma áðan og fannst ég bara vera ógeðslega léleg og skil ekkert í því af hverju ég er eiginlega búin að koma mér útí þetta rugl. ohhh. Átti að ímynda mér fjall á bak við mig sem myndi veita mér kraft og bergmál og ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að það væri steinn á bak við mig. Svo varð ég pirruð útí sjálfa mig fyrir að ná ekki upp á helv. g-ið sem er venjulega ekkert mál fyrir mig, ekkert fjall að styðja mig í því takk fyrir. Rússneski framburðurinn var það eina sem ég plummaði mig í. Kannski þarf ég bara að ímynda mér fjallið á rússnesku?

Ég er orðin virkilega þjálfuð í að tala um veðrið. Það má segja að ég sé sona atvinnuveðursamræðari. Ég get haldið uppi mjög fjölbreyttum umræðum um veðrið þessa dagana í vinnunni´því starf mitt felst að hluta til að sækja fólkið og til að stytta okkur leið förum við út.Það er nú napurt úti núna segi ég við eina fiðurkolludúlluna og við þá næstu tala ég um hvað veðrið sé nú frábært og hressandi fyrir líkama og sál og lalalala. Jahhh svei mér þá ég þurfti að skafa í morgun, vekur alltaf upp mjög sterk viðbrögð. Svo er reyndar aðal galdurinn fólginn í því að greina "jákvæðnistuðulinn" hjá þeim gömlu.

Samkvæmt minni óvísindalegu könnun þá skiptist fólk í tvennt:
1. fólk sem kvartar alltaf undan veðrinu
2. fólk sem dásamar alltaf veðrið
...eða einfaldlega jákvætt fólk og neikvætt fólk. Ég flokkast sem hlutlaus því ég gríp alltaf múdið hjá fólkinu og spila svo úr því á minn einstaka hátt.


Ég myndi flokkast undir neikvæða hópinn í dag! ó mæ hvað ég er neikvæð í dag. Það er bara andskotans bylur og gaddur úti og ég held ég haldi mig bara inni í fýlu og reyni að finna mitt innra fjall. Ef það er hægt sökum innra veðurs!

No comments: