Wednesday, June 28, 2006

13 dagar í bakpokaferð

Tel niður dagana, erum að fara útlendis eftir nákvæmlega 13 daga! Ferðinni er heitið til Fridrichshaven í suður þýskalandi og þaðan ætlum við að skottast með lest til ítalíu og ferðast bara eitthvað útí bláinn þaðan. Shit hvað ég hlakka til og ég held að ég sé að þróa með mér mjög þráhyggjulega hegðu. Sko í fyrsta lagi verið ég að tala um ferðina við ALLA og helst verður umræðuefnið að snúast um allt tengt ferðinni. Ég eyði ómældum stundum á veraldarvefnum að gúggla staði sem ég ætla að skoða og svo er ég búin læra utan af trrilljón hostel og skoða myndir af ótrúlegustu stöðum sem hægt er að gista á þar á meðal eldgamla kastala og forláta vita! Svo má ekki gleyma google earth þar sem ég get skoðað löndin vandlega séð frá gervihnetti. Er líka búin að sökkva mér oní hvað er í gangi hvenær sem er mjög skemmtilegur vefur fyrir þá sem vilja vita hvað er um að vera í heiminum jeeeij tjekk it át whatsonwhen.com

Svo bara svo þið vitið það þá á ég örugglega ekkert eftir að batna þegar ég kem heim, þá taka við myndir og sögur sem verða vonandi bullandi skemmtilegar og góðar ;)

Nú er líklega stefnan tekin á það að kíkja í heimsókn til Sigurjónu frænku sem býr við Garda vatnið ásamt manni sínum Kristjáni Jóhannsyni óperusöngvara. Það væri náttlega frábært að kíkja í ekta ítalskt kaffi og fá svona inside skúbb um hvað er eftirsóknarvert að gera og sjá.

Sá að það verður svaka flugeldasýning og læti í feneyjum 15. og 16. júlí sem er akkúrat tíminn sem við verðum á þessum slóðum og um að gera að kíkja á það. Það er víst ein stærsta flugeldasýning í evrópu sem hefst á miðnætti og mar getur tjillað á skreyttum gondólum og svo er víst farið á strönd þar nálægt og horft á sólarupprásina. Hljómar vel. Svo er aldrei að vita hvar við endum, líklegast förum við meðfram adríahafinu og í litla krúttbæinn Piran í Slóveníu og Portoroz þar sem ég fór í útskriftaferð, en nenni ekki að hangsa þar í þeim túristabæ. Svo er ég eitthvað að láta mig dreyma um Ungverjaland, finnst það eiginlega algjört möst.

Svo er ég að hætta á leikskólanum í haust. Þarf að fara að finna mér aðra vinnu fyrir haustið. Ég elska breytingar og er því full tilhlökkunar. Kannski spurning um að ég finni eitthvað sem ég endist í? Hver veit. Ég mun allavega seint teljast staldra lengi við á hverjum stað! En mér finnst um að gera að prófa sig áfram og þora að breyta til.

1 comment:

Anonymous said...

Það verður gaman að fá að heyra skemmtilegar ferðasögur þegar þið komið aftur heim :o) Ég sá annars hótel í Fridrichshaven á Expedia.com, 8.000 kall nóttin ;o) Tékk it out!