Wednesday, November 09, 2005

Að vera eða ekki vera fátæk/ur



















Ég held ég sé orðin snillingur í því að lifa á sem fæstum krónum síðustu mánuði. Er alltaf fátæk, samt ekkert að svelta ef þið voruð að velta því fyrir ykkur.


Topp 10 í því að lifa mánuðinn af

1. Verslaðu alltaf í Bónus, það er algjörlega skilyrði fyrir því að geta borðað í öll mál. Ein heimsókn í 10/11 og blessuð börnin fá ekki vott né þurrt síðustu daga mánaðarins.

2. Fáðu þér hraðbankakort, þá geturðu fylgst með því hvað þú átt mikið inná bókinni og sérð að það sem þú tekur út úr bankanum kemur ekki svo auðveldlega aftur.

3. Farðu í sítrónuvatnskúrinn, en gallinn við hann er að þú getur ekkert unnið því þú ert svo máttlaus og færð því ekkert útborgað næsta mánuð og þú missir svo mikið af kílóum að fötin þín passa ekki lengur á þig og þú hefur sko alls ekki efni á því að kaupa þér föt.

4. Farðu alltaf í heimsóknir til vina og ættingja á matartímum og púllar "ji, eruði að fara að borða ég ætlaði nú ekkert að trufla ykkur" og í lang flestum tilvikum þá er settur fram aukadiskur eða diskar og þú getur skóflað í þig frítt. Versta við þetta er að til lengdar verður fólk mjög þreytt á þér.

5.Alls ekki eignast maka, börn eða gæludýr. Þau eru öll dýr í rekstri.

6.Ef þú ert svo óheppin að eiga börn þá geturðu farið með þau niðrá tjörn og látið þau hoppa útí eftir brauðmolum. Þau hafa bara gott af því að slást við endur og svani og svamla í skít.

7.Farðu í DV og segðu að þú sért einstæð móðir og búir í bílnum með börnin og að þú hafir lent í einelti í æsku og hafir ekki efni á því að kaupa rítalín handa krökkunum. DV hrindir af stað söfnun handa þér og þú hefur uppúr því ca. 5000 kr.

8.Reyndu að vingast við Jónínu Ben og læra af henni nokkur trix.

9.Drekktu leifar úr bjórglösum á skemmtistöðum eða rændu "óvart" af vinum þínum. Það ætti enginn að þurfa að borga fyrir bjórinn.

10. Bjóddu Kára Stefánsyni að nota líkama þinn í rannsóknir af öllu tagi gegn vægu gjaldi. Endar líklega sem öryrki eftir það allt saman og ferð á öryrkjabætur og þá fyrst þarftu að fara að spara!

2 comments:

Anonymous said...

11.sitja fyrir dósasöfnurum, fljótlegra en að safna dósum sjálfur.

Petrína said...

Já held þetta verði bara boðorðin 11 þ.e. fátæka mannsins. Nokkuð sniðug hugmynd að sitja fyrir dósasöfnurum ;) En ætlaði bara að segja Takk fyrir kvöldið í gær og er búin að bæta þér við Kerla mín!!! :) Kveðja Petrína
www.kristinpetrina.blogspot.com
p.s. kíktu á kommentið mitt um bachelorinn ;)