Tuesday, November 01, 2005

góði guð gef mér hærri yfirdrátt!


Ég er í fríi núna þangað til á föstudaginn í vinnunni. Er samt að drukkna í hljómfræði og tónfræðiverkefnum sem hlaðast upp eins og tónskrattar á stofuborðinu mínu. Horfi á staflann svona annað slagið og fer þá oft að geispa af óskiljanlegum orsökum. Þarf að tónskrattast í þetta. Er samt svo mikil tarna manneskja og ég vinn best ef ég er á síðasta snúningi, hef ennþá ca mánuð til að klífa þetta fjall. Ég get allavega sagt að ég hafi verið blessuð í gær, presturinn sem heldur bænastund í vinnunni fyrir vistmenn bað mig að hjálpa sér og syngja því konan sem syngur með henni var veik. Það er á svona stundum sem ég vildi óska þess að ég væri ekki í söngnámi. En ljúflingurinn sem ég er gat ekki neitað presti um að syngja fyrir blessaða gamlingjana. Er ekki frá því að ég sé meira í náðinni hjá frú guði, væri helst til í feitt launaumslag í þakkabót, takk fyrir. Sem er ólíklegt. Góði guð gefðu mér hærri yfirdrátt! Svona verður maður þegar mar eldist, þegar ég var lítil þá bað ég guð að passa alla sem ég þekkti en núna bið ég um peninga, allt þessum yfirdrætti að kenna, ég kenni bönkunum um þetta allt saman þeir ala á græðginni í okkur til að græða sem mest. En ég bað svo mikið til guðs um góða hluti þegar ég var lítil að ég held ég sé búin með kvótann, sagði að ég væri tarnamanneskja!


4 comments:

Anonymous said...

ef ég vissi að tannálfurinn væri örlátur þá myndi ég brjóta tennurnar mínar, 50 kr fyrir hverja tönn er heldur lítið fyrir mig.

Anonymous said...

já, ég hef heyrt þess getið að tannálfurinn sé búinn að steypa sér í skuldir og vitleysu á þessu framtaki hans, held hann sé byrjaður að gefa eiginhandaáritanir í staðinn....

Anonymous said...

guð er fallegur

Anonymous said...

Guð er alveg ágætur....