Monday, July 04, 2005

Naflakuskið mitt og þitt

Naflakusk!
Rakst inná síðu þar sem rætt var um þetta fyrirbæri. Ég hef mjög sjaldan fengið naflakusk og finnst mér það leiðinlegt. Ég myndi safna því saman í krukku. Þórður fær naflaló en mér finnst nú kannski einum of weird að ráðast á hans nafla í því skyni að safna því saman. Kannski ekki. Naflar eru skemmtilegir. Allskonar í laginu, mis djúpir og breiðir, sumir út og aðrir langt inn. Og sumum finnst gott að staupa sig úr nöflum. Aðrir pota í naflann sinn. Sumir muna ekki eftir því að þeir eru með nafla. Aðrir ganga í magabolum til að sýna naflann. Og svo kemur í suma naflakusk. Ekki minn samt.

Á live8 eftir að útrýma fátækt í Afríku? Held það geri nú lítið annað en að vekja athygli á málstaðnum. Sem er frábært útaf fyrir sig en held það þurfi meira til. Hvernig væri að beina sjónum að t.d lyfjafyrirtækjunum sem halda utan um blessuð lyfin sem gætu bjargað þúsundum barna frá því t.d að deyja úr malaríu? Svo ég tali nú ekki um HIV. Afléttum skuldir Afríkuríkjanna og gefum þeim lyf! Hversu erfitt er að framkvæma það? Það er einfaldlega mjög auðvelt ef viljinn er fyrir hendi. Við höfum séð hverning öll heimsbyggðin tekur sig til þegar náttúruhamfarir dynja yfir þjóðir. Þá bregðast allir við og hjálpa. Það er neyðarástand í Afríku og hefur verið lengi. Hinir háu herrar þessa heims geta brugðist við samkvæmt því, eins og um náttúruhamfarir væri að ræða. En nei, ef viljinn væri fyrir hendi væri löngu búið að aflétta skuldum og færa fólki lyf. Mér finnst þetta skammarlegt. En það sýnir hvað mar er dofinn að það þarf eitthvað eins og live8 til að maður vakni til vitundar og hugsi ekki bara um sitt eigið naflakusk. En þar með sagt finnst mér tilgangnum ekki náð. Það þarf að gera eitthvað. Ekki bara að spila vestræna popptónlist og sýna okkur myndir af hungruðum börnum. Sem við síðan gleymum daginn eftir. Og fyrst Bandaríkin eru svo rosalega umhugað um önnur lönd, að þau séu "frjáls" og fara meira að segja í stríð til að berjast fyrir bættum lífskjörum, af hverju hefur Afríka ekki orðið fyrir valinu. Ríkasta þjóð heims, græðir á fátækustu þjóð heims. Nei, það eru ekki neinir hagsmunir fyrir BNA að frelsa Afríku og bæta lífsskilyrði. Það er engin olía í boði.

Og á meðan ég skrifaði þetta blog hafa 400 börn dáið í Afríku.

2 comments:

Anonymous said...

vid sandra rakust ovart a live 8 tonleikanna, tad var ekki leidinlegt. muhaaaaa

Anonymous said...

talandi um óheppni ;)