Monday, July 11, 2005

Keiluást í norðurmýrinni!





Mér leið svoldið svona í gær en er öll að koma til.

Það er nú meira hvað mar getur verið cracy á djamminu. Fann forláta keilu í garði í nágrenninu og varð svona líka heilluð af henni að ég tók hana með mér heim. Ég og þessi blessaða keila sem var by the way ekkert létt vorum svo myndaðar saman. Ég er mjög stolt á þessum myndum og það er engu líkara en að ég sé búin að finna tilgang minn í lífinu, á einhvern furðulegan hátt, með þessari keilu. Þórður var dálítið abbó en ég sá að mér og skilaði henni aftur. Er strax farin að sakna hennar.

INNIPÚKINN er málið! Ég var svo paranoid á föstudaginn, var svo hrædd um að það yrði uppselt en það er víst ennþá hægt að kaupa miða. Ætla bara að minna ykkur á að kaupa miða. Cat Power er ein af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og Blonde Redhead líka. Þetta gæti ekki verið betri dagskrá nema ef ske kynni að Kate Bush myndi mæta á svæðið og fyst ég er að láta mig dreyma þá væri sko ekkert slor að fá Björk líka! Finnst samt skrýtið að ein af mínum uppáhalds íslensku hljómsveitum um þessar mundir sem er Brite Light verður ekki að spila. En ég er sko ekkert að kvarta. Hlakka líka til að sjá Jonathan Richman. Er miklu spenntari fyrir Innipúkanum en Sonic Youth tónleikunum.

Ef þetta er ekki tónlistarorgía fyrir eyrað þá má ég hundur heita!

2 comments:

Anonymous said...

uss sonic youth eru málið

Anonymous said...

já það verður gaman að fara og kannski á ég eftir að verða forfallinn aðdáandi ;)