Friday, July 01, 2005

Er einhver þarna inni?

Ég held ég þjáist af sumarfóbíu.


Mig langar helst til að leggjast undir feld í júní og júlí. Þoli ekki að horfa uppá fólk í efnislitlum fötum, finnst það sjúklegt. Æli þegar ég sé lítil börn úti að leika sér. Þegar sést til sólar þá er þetta erfiðast, get ekki opnað augun nema ég sé með sundgleraugu því ég er með ofnæmi fyrir sólgleraugum. Get ekki t.d. ekki borðað sólþurrkaða tómata eða drukkið sólberjasafa. Svo get ég ekki kveikt á útvarpi því ef ég heyri lög með Síðan Skein Sól þá missi ég heyrnina tímabundið. Ég á erfitt með að umgangast fólk því það er alltaf að tala um veðrið. Sumarið er skelfilegur tími fyrir mig. Mér finnst best að loka mig inni og gráta. Er búin að líma svarta ruslapoka fyrir alla glugga og setja gildrur við innganginn ef einhver skildi reyna að koma í heimsókn. Ég hef ekki alltaf verið svona. Ég man þá tíð þegar ég gat farið út á sumrin og leikið mér eins og önnur börn. En svo fór ég að heyra þessar raddir og eftir það fór ég að versna. Nú er svo komið að ég get ekki meira. Mig langar að horfa á þáttinn grænir fingur án þess að það líði yfir mig. Hjálp!!!!!

Ætli það sé til fólk eins og ég þarna úti? Ég mæti rosalegum fordómum gagnvart þessum sjúkdómi í samfélaginu. Fólk hlær að mér þegar ég nefni þetta og heldur að ég sé að grínast. Pæliði í því! Við eigum langt í land með að fá fólk til að skilja að sumarfóbía er staðreynd og tugir manna þjást á sumrin og geta ekki lifað eðlilegu lífi. Við erum bara ekki eins og þið! Ætla að stofna samtök því að enginn er að berjast fyrir þennan málstað. Ég vil koma út úr kæliskápnum og það verður slagorðið okkar bara svona til að ná til þessa hóps sem ég tel að sé þónokkur þarna inni.

Kondu út úr kæliskápnum! Þú brennur þig ekki.
S.G.S.F (samtök gegn sumarfóbíu)

2 comments:

Anonymous said...

tu ert storkostlega klikkud, p.s agust verdur godur sonic youth, blonde redhead og cat powers. gerist tad betra?

Anonymous said...

Ég get ekki beðið :)

fékk svo áfall þegar ég frétti að cat power verður líka....Vá....