Tuesday, July 19, 2005

Aumur er ættlaus maður

Í dag skein sólin, en hún var ekkert að láta sjá sig um helgina þegar við skelltum okkur á ættarmót á Hyrningstaði. En þar sem við "útilegu-anti-útivistar-parið" eigum ekkert tjald né neitt sem við hefðum mögulega getað notað í staðinn fyrir tjald þá fengum við eitt 30 ára gamalt lánað hjá tengdó. Byrjuðum svo á því að tjalda því á vitlausum stað á tjaldstæðinu, þannig að við þurftum að aftjalda því og tjalda svo aftur í roki og rigningu. Þessi gömlu góðu virðast þó ilja manni best og standa af sér vonskuveður og heljarinnar áfengisneyslu. Systkini, frændsystkini, makar og makalausir, hundblautur hundur og kærasti máttu vel við una og um engan annan stað að ræða þar sem kúlutjöldin svokölluðu lágu flöt eins og skötur útum túnið. Það er nú þannig með mína ætt að hún er ættarmótasjúk. Það er sko ekkert sumar nema ef ekki séu 2-3 ættarmót víðs vegar um landið og helst fyrir vestan. Hef komist að því bara með því að kynnast öðru fólki að ættarmót eru ekkert endilega á hverju strái. En ég hef öðlast víðtæka ættarmóta reynslu í gegnum árin. En virðist samt ekki geta lært einfalda reglu. AÐ TAKA MEÐ SÉR STÍGVÉl OG ANNAÐ REGNHELT. Tók því nokkrar myndir af stígvélum.

Hér eru nokkrar myndir frá ættarmótinu.

No comments: