Monday, May 02, 2005

Sópaðu þetta!!

Mikið gasalega eru þessir herramenn huggulegir ( eins og amma hefði orðað það).
Ester, þú gladdir mitt litla hjarta með þessum myndum! Ég veit að þú ert á einhverskonar soap-hönk tímabili og mar lætur það barasta yfir sig ganga :)

Frumsýningin gekk bara vel og það var mikið hlegið að okkur! Dansinn okkar sló í gegn af því við vorum svo ósamtaka að það varð fyndið. Svona svolítið spunafílíngur. Svo var frumsýningarpartý á Prikinu um kveldið fyrir alla sem komu að sýningunni.

Hvað er málið með konuna á efri hæðinni? Hún tók sig til um daginn í einhverju desperate housewife kasti að sópa fyrir utan hjá okkur s.s stigann og niður. Hún er pottþétt ein af þessum konum sem geta barasta ekki séð sandkorn án þess að flippa út! Hvaða rétt heldur hún að hún hafi til að taka sér sóp í hönd og sópa mínar tröppur? Ég var alveg að fíla þær eins og þær voru, með smá sandstemmingu og krúttlegheitum. Þetta var ströndin mín, vin í eyðimörkinni, listrænn gjörningur sem fáfróð sópakona eyðilagði á grimman og miskunarlausan hátt! Kannski tek ég mig til einn daginn og helli hveiti inn um bréfalúguna hennar. Bakaðu þetta ofurhúsmóðir!
Ég ætla samt ekki að sökkva niðrá sama botn og hún. Ég ætla bara að hefna mín á þroskaðann og yfirvegaðann hátt. Ulla á barnið hennar sem heldur vöku fyrir mér allar nætur. Og hana nú...

3 comments:

Anonymous said...

sópaðu tröppurnar hjá henni, eða þegar hún er að leika sér með börnunum í garðinum farðu að hugga þau. Gefðu þeim kókómjólk og snúða. Guð hvað þið eruð horuð. Fáið þið ekkert að borða´hjá móður ykkar.

Anonymous said...

ég man ekki betur en þú hafir verið á rosalegu tímabili fyrir nokkru
hvað varð um eric forrester tímabilið.

Anonymous said...

....það góða við tímabil er að þau líða undir lok........oftast....