Er loksins búin að ná mér eftir júróvisjónið. Nú segi ég hingað og ekki lengra! Ég dett alltaf inní þetta "gleðibanka syndrome". Fékk gæsahúð og þjóðrembuhroll þegar lagið okkar ljóta kom. Var alveg viss um að við kæmumst allavega áfram og myndum blanda okkur í toppbaráttuna, en dadaraddara 16.sætið here we come! Kannski er þetta 16.sæti að segja okkur eikkvað. Ekki sú vitleysa sem ég hef verið að heyra að Austrið væri ekki að fíla okkur því við erum OF flott og æðisleg fyrir þeirra smekk. Þvílíka sjálfsblekkingu hef ég sjaldan kynnst og er ég alveg snillingur í þeirri deild. Við erum bara ömurleg í poppmúsík. Kunnum ekki alveg að vera bara ligeglad eins og norðmenn eru alltí einu orðnir. Ég sem hélt alltaf að ísland væri fyndni frændinn í þessari skandinavísku, disfunctional, fjölskyldu. Mig langar ekki að vera dregin á asnaeyrunum hvert einasta ár í þessari júróvisjón þjóðarblekkingu. Hver stendur á bak við þetta? Kannski stjórnvöld? Ég sé Halldór Ásgrímson fyrir mér, búinn að fara á námskeið hjá Dávaldinum að læra heilaþvott. Fær okkur til að hlusta á ömurlegt lag sem mar fær á heilann, en í því leynast skilaboð sem síjast inn í undirmeðvitundina og fá okkur til að gera viðbjóðslega hluti eins og að kjósa framsóknarflokkinn. En, það myndi náttlega aldrei geta gerst! Dóri veit að það er alveg óþarfi að vera með fylgi til þess að verða forsætisráðherra Íslands. Þess vegna dettur þessi kenning niðrum sig.
Já, en hvar var ég? já, 16.sætið. Við eigum svo mikið að frábæru tónlistarfólki, erum þekkt fyrir frumleika og æðislegheit og nægir mér að nefna Björk og Sigurrós. Ég er ekki að segja að við ættum að senda Björk í júróvisjón, hún er sko alltof artí og frábær, en hvernig væri að senda Karl Andersen rímnakall ásamt Eivöru Pálsdóttir með þjóðlegt lag? Jafnvel fimmundarsöng? Og þau geta verið í sauðskins klæðnaði og hengt sviðakjamma um hálsinn. Það myndi virka!
Við verðum að finna ræturnar aftur og hætta að herma eftir Ammerískum gálum þegar kemur að tónlist.
Er komin í sumarfrí í tónó. Ég er eikkað svo tóm inní mér þegar ég er ekki að syngja úr mér garnirnar. Fáránleg líking sem ég sé alltof alltof vel fyrir mér. En ætli ég þurfi að endurskoða framtíðarplön mín í kjölfar þess að ég tapaði 5 sinnum í singstar um helgina? Ég ætla aldrei aftur í þetta asnalega singstar. Ég tapaði fyrir manneskju sem var rammfölsk! annað hvort er eikkað að þeessu drasli eða ég lifi í alvarlegri blekkingu. Kannski er ég haldin þeirri blekkingu, eins og svo margir sem taka t.d þátt í Ædolinu, að ég sé góð söngkona. Og allir taka þátt í þessu, fjölskyldan, vinir, sönkennarinn minn. Allir að segja mér að ég syngi vel. EN ERU NÁTTLEGA bara að LJÚGA að mér! Ég er alveg viss um það. Þið eruð ömurleg. Ættuð að skammast ykkar!
Ég er haldin alvarlegum brenglunum sem allir í kringum mig eru að ýta undir. Viljið kannski ekki vera vond við mig en það er mér fyrir bestu að vita sannleikann. Það þarf einhver að vera Simon Cowell. Ég er haldin narsistic hugmyndum um sjálfa mig og það þarf einhver að kippa mér niðrúr skýjunum. En það er allt singstar að þakka að ég fatta þetta. Sannleikurinn er sár en ég er alveg góð í fullt af öðrum hlutum eins og að já bara fullt fullt af hlutum. Man það bara ekki alveg eins og er.....
Og eitt að lokum ég hata FAX tæki..
Thursday, May 26, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
já guð hvað ég er fegin, þá get ég hætt að velta mér uppúr þessu.
Singstar hefði getað eyðilagt líf mitt!
rosalega hefur þessi keppni sært þitt stolt, SENDUM þig næst, ég meina hvað gæti klikkað
nei..
Þessi keppni er ógeð ;)
Post a Comment