Wednesday, June 20, 2007

Kvennahlaups-Kerlur og rómantískir-karlar á Hrafnistu

Sumarið er komið! Loksins. Rónarnir farnir að fá lit í vanga sem er hinn fullkomni sumarboði.

Sumarið er farið að smeygja sér inní sálina á fólki og allir eru jarmandi glaðir eins og ég fékk að upplifa í dag í vinnunni. Við förum í göngutúra með fólkið og í dag sátu nokkrir herramenn á göngum hrafnistu og spiluðu á gítar og sungu (bjartar vonir vakna heyrðist mér), einn gerði sér lítið fyrir og bauð mér í dans þrátt fyrir sjónleysi og skerta göngufærni. Hann gerði sér lítið fyrir og henti frá sér göngugrindinni og greip mig bara glóðvolga, hann var líka þessi fíni dansari, enda Bolvíkingur, saman dönsuðum við um ganginn og uppskárum dynjandi lófaklapp nærstaddra ræstitækna frá tælandi að mér sýndist. Svona augnablik eru demantar, finnst svo leiðinlegt að þurfa að hætta í vinnunni í haust. Ég verð að vera dugleg að fara í heimsókn og dansa við gamla kalla og virkja í mér gleðina.

En show must go on. Ég ætla að muna að taka myndavélina mína með í vinnuna áður en ég hætti og festa fólkið frábæra á filmu eða segir mar ekki digital í dag? Hér er smá innsýn inní lífið og starf á Hrafnistu, deildin okkar sá um kvennahlaup fyrir ungar sem aldnar kerlur!

Girl power :) http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301832/3

Er svo stolt af konunum okkar! Takiði eftir viðtalinu við Þórdísi hún er alveg brilliant kona...Hennar skoðun er sú að fólk ætti að drepast daginn eftir að það hættir að vinna...og hananú...

Saturday, June 09, 2007

Sagan um moldvörpuna og risa rottuna...allegoría um íslenskt samfélag...

Einu sinni var lítill moldvarpa sem bjó í moldvörpulandi, hún var í meðallagi loðin, tannhvöss með eindæmum og dansaði salsa eins og það væri enginn morgundagur við risa rottu sem átti við alvarlegt þunglyndi að stríða. Einn daginn hætti moldvarpan litla að dansa salsa og risa rottan með alvarlega þunglyndið snéri sér að einmanna hagamús sem valdi alltaf röngu týpuna. En moldvarpan ákvað hins vegar að skella sér í viðskiptafræði, í fjarnámi, þrátt fyrir minnimáttarkennd og prósentufælni. Það veit enginn hvað gerðist síðan, hvað varð um Risa rottuna og hagamúsina sem valdi alltaf röngu týpuna? Var risa rottan rétta týpan? Er moldvarpan að vinna hjá kaupþingi? Og er hún hætt að dansa salsa eins og það sé enginn morgundagur?

Þetta er allegoría um íslenskt samfélag. Eða hvað?

Tuesday, June 05, 2007

Ferðasaga (af íslenskri fjölskylda í ameríku og öðrum hryggleysingjum)

Komin í kuldann, reyndar fyrir næstum því tveimur vikum, var brún en er sem betur fer búin að endurheimta brúnkuklútsvænu hvítu húðina :)





Orlando var mjög sérstök upplifun, þetta var rosalega afslappandi og góð ferð, fjölskyldan var auðvitað í fyrirrúmi og mér leið svoldið eins og ég væri orðin tíu ára aftur ;) sem er góð reynsla fyrir 27 ára kerlur á hraðlestinni "þrítugsaldurinn nálgast óðfluga.is". Ég, Ella og Alexander vorum staðsett í aftursætinu á fjölskyldutrukknum ammeríkuvæna og náðum áður óþekktum hæðum í grettum og fettum og yndislegum fábjánaskap. Örfáar myndir náðust því til staðfestingar og ykkur öllum til yndisauka.











































Húsið sem við vorum í var algjört æði, Mjög amerískt allt, þið vitið hvíti stóri stiginn, ískápurinn með klakavél, sundlaug og flatskjár í hverju herbergi ( Reyndar svoldið íslenskt líka !) Desperate housewives umhverfi, sáum samt fáar örvæntingafullar á hælum, sást aðeins til einnar áttræðar sem var að "viðra" sig í bílskúrnum. Edie hvað? Dýralífið var alveg frábært þarna, eðlur, íkornar,storkar, kanínur, slöngur, skjaldbökur, kakkalakkar, dodo flugur (svokallaðar graðflugur) og svo má ekki gleyma honum Hafliða.



jább, hiti og sviti, morgunmatur á sundlaugarbakkanum, amma að telja flugvélarnar sem flugu yfir, núðluhopp og núðluskopp í lauginni, sólarvörn og Albertsons.



















































Það sem mér fannst mjög skrýtið þarna er að í Orlando er enginn miðbær, eins og við þekkjum úr Evrópu eða annars staðar. Furðuleg tilfinning að geta ekki rölt um miðbæ og setjast niður á kaffihús og hafa það huggó. Þú ferð allt á bíl, enda sér mar ekki marga ganga, vegalengdirnar eru svo miklar. Hehe, við fengum hálfgert menningarsjokk fyrsta kvöldið þegar við fórum út að borða, keyrðum á aðall veitingahúsagötuna og þar var allt morandi í skyndibitastöðum, þar voru svona hlaðborð all you can eat (children eat for free), frekar svona subbuleg stemming og við vorum fínt klædd og ekki alveg í stuði fyrir að sitja í mötuneytisstemmingu þar sem takmarkið var að hlaða eins mikið af mat og mögulegt var. Úff, svo sá maður heilu fjölskyldurnar afvelta af fitu og mjög margir komnir í rafknúna hjólastólabíla því þeir gátu ekki gengið lengur. Enda svo sem ekki gert mikið ráð fyrir því að þú gangir mikið.


Flórída er náttlega þekkt fyrir garðana sína, við fórum í Universal Studios og Disney World og Wet´n wild rennibrautagarð. Það var mjög gaman í Universal en mér fannst nú Disney world frekar mikil vonbrigði, æji þetta er svona kauptu kauptu, ofgnótt af öllu, yfirþyrmandi Disney tónlist alveg að æra mann og endalausar biðraðir inn í tækin. En hefði samt ekki viljað missa af þessu. Bara langar ekki að fara aftur. Aldrei aftur!!!!!!

Jább þetta var bara rosa gaman og gott að hrista fjölskylduna saman í amerískan shake´n steak