Thursday, April 12, 2007

Hoppandi happy !!

jæja esskurnar þá er áheyrnarprófið búið og það gekk bara vel, held ég. Ég þurfti allavega bara að syngja 3 lög því "dómnefndin" sagðist vera búin að heyra nóg, hehe. Ákvað að lesa í jákvæðu hliðina í staðinn fyrir að hugsa "hva, eru þau strax búin að gefast upp á garginu". Ég er reyndar alveg obboðslega kaldhæðin stundum þegar síst á við og sagði alveg þykjustunni svekt "viljiði ekki heyra mig syngja meira?" alveg viss um að djókið myndi skiljast því ég tísti eitthvað hysterískt á eftir. Neinei, þegar ég er búin að þakka innilega fyrir mig og labba söngkonulega út þá kemur ein konan sem var að dæma og er alveg miður sín og segir "þetta þýðir sko alls ekki að við viljum ekki heyra þig syngja meira, ekki taka því þannig, ekki" og ég alveg voðalega ekki miður mín og þurfti að sannfæra hana um að ég væri nú bara sátt.
Fékk allavega faðmlag frá einum dómaranum og það er kannski auka samúðarstig þar hehehe...

Jamms ég var bara ultra kúl á því í flottasta svarta kjólnum mínum og silfur skónum mínum, en ji hvað ég er fúl við sjálfa mig að hafa verið í svona "klessum öllu inn" sokkabuxum því ég fann þær skríða óþægilega mikið niður eftir eina rokuna, það tekur sko á skrokkinn að góla þetta pípól ;) Hvenær verða framleiddar sokkabuxur sem renna ekki niður? þá meina ég samt ekki nælonsamfestinginn sem á að grenna mann um tvær stærðir og nær frá hálsi niður að tám!

Kannski er það bara ég en ég er alltaf jafn lekker þegar ég tek bóndakonutakið á buxunum og toga þær upp eins og kraftlyftingakona og kúluvarpari frá Úkraínu. Bara sexy sko......

Það voru svona sirka 10 manns að hlusta og ég var næst síðust yfir daginn, þau voru öll mjög þreytuleg greyjin enda varla komist í mat allan daginn, ohh það hefði verið smart múv að koma með snittur eða eitthvað, svona örlítið matarmútur getur ekki klikkað.
Sumir horfðu stíft á mig á meðan aðrir lygndu aftur augunum, allir að hugsa sitt og ekki síst að DÆMA mig!
Éger að hugsa náttlega fyrst og fremst um að syngja en aðrar hugsanir eru óhjákvæmilegar eins og;

er ég opin,
shit vantar legato?
er ég nokkuð að rugga alltof mikið?
er ég að horfa óæskilega mikið í augun á Gunnari Kvar´'erann?
gavuð hvernig ætli sé að vera með svona hár?
úbbs er of andstutt, þarf að anda eftir næsta erindi
ómæ þar fóru sokkabuxurnar niðrá hæla
brosa, brosa, kankvís, kanksvís
koma svo tregafulli svipur
túlka túlka túlka
ætli mozart sé að hlusta?
kommon fæ ég ekki að syngja bláu nunnurnar?
ji hvað það væri óviðeigandi að prumpa akkurat núna



Ég ætlaði að ná augnsambandi við alla í salnum, ákvað það áður en ég fór inn í salinn, það tókst og ég varð ekkert stressuð þótt ég mændi djúpt í augun á blessuðu fólkinu, mar tekur líka eftir því að um leið og ég fór að horfa á þau þá var eins og þau tengdust betur því sem ég var að syngja, allavega fannst mér það. Ég ætla s.s að komast inn í skólann og sé alltaf fyrir mér símtal frá Elísabetu sem segir kát"þú komst inn" og ég alveg hoppandi happy :)

Thursday, April 05, 2007

Vitni óskast

Kerlan á 27 ára afmæli í dag og óskar hún eftir vitnum sem geta sagt henni hvar hún hefur alið kerluna síðustu 7 árin því að hennar vitund er hún aðeins tvítug þrátt fyrir ótvíræðar gáfur og þroska á við jesús.


Vitnin eru vinsamlegast beðin um að koma í partý þegar hún er búin að taka inntökupróf í listaháskólann og já ef hún kemst inn verður húllumhæ og þeir sem geta vitnað um veru hennar og óveru síðustu ár mega láta gamminn geysa....



sjáiði bara ekki deginum eldri en tvítug!!!

Tuesday, April 03, 2007

flórída úje



helló esskurnar ! jæja, haldiði ekki að mín sé á leiðinni til Flórída í maí! Jebbsörí, Pabbi og Helga eru með hús þar sem lítur nákvæmlega eins út og Wisteria-Lane í Desperate housewives. Svæðið er svona country club og er lokað svæði, já það eru víst öryggisverðir þar og alles, það þýðir greinilega ekki annað í Bandaríkjunum. Hér eru myndir af húsinu:













Wisteria-Lane hvað?




























sundlaugin ummm...


















Ég gerði mér lítið fyrir og söng á árshátíð aðfanga á laugardaginn. Heppnaðist bara rosalega vel og ég fékk frábærar móttökur. Ég fékk nú ekki mikinn fyrirvara á þessu "giggi" en ég tími bara ekki að neita neinu sem mér bíðst ;) Enda komin með nettan seiðing í magann fyrir áheyrnarprófið í næstu viku!! Nú er bara málið að hafa óbilandi trú á sér, sungum í gær á svona hálfgerðri generalprufu, fengum að prófa salinn sem prófið fer fram í og vá hvað er geggjað að syngja þar. Alveg glimrandi hljómburður og ég er ekki frá því að mar fái smá egó búst í öllu þessu sándi :)
Tjá esskurnar mínar, er að fara að njóta þess að ég skuli enn vera bara 26 ára, ammælið mitt eftir ekki á morgun heldur hinn og þá fer ég á Blonde Redhead liggaliggalái.....