Friday, March 23, 2007

I have a daydream

Þá er ég búin að leggja inn umsóknina í lhí! Svo hefur prófinu verið flýtt til 10. apríl, sem er by the way strax eftir páska. Það er allavega á hreinu að ég á eftir að vera stresshrúga um páskana!! Þetta er í raun alveg að bresta á og ég er ekki alveg viss hvar ég stend, er ég tilbúin? En ég á nú eftir að fá einhverja aukatíma og svona til að pússa þetta til. Vona ég.

Shit hvað tíminn flýgur.

Ég vildi óska þess að apríl væri liðinn, af hverju flýgur tíminn ekki yfir þann hjalla? Sem fyrst takk fyrir....Því þeim mun lengur sem ég fæ að velta mér uppúr mögulegum niðurstöðum úr þessu prófi þeim mun geðveikari verð ég. Ég geri ekkert annað en að dagdreyma, ég sé mig fyrir mér þar sem ég fæ fréttirnar, líklega frá Elísabetu, um að ég hafi komist inn þrátt fyrir slæma hljómfræði kunnáttu. Ég er hoppandi um eins og gleðikanína útum allt og hringi í alla og segi þeim tíðindin og held partý og alles, bíð náttlega öllum uppá hvítt og með því! En svo leynist í hausnum á mér önnur sýn, myrk sýn. Þar sé ég mig fá slæmu tíðindin, þú bara varst ekki nógu góð Kristín, þú ert búin að eyða tíma þínum í algjöra vitleysu vina mín og að auki sökkaru í Tónfræði, hljómfæði og nótnalestri!!! Ég sé mig fyrir mér útgrátna, með hárið úfið, ég lít út eins og goþþari eða Gilitrutt með heiminn á herðum sér, öskrandi útí myrkrið, ÉG MUN ALDREI SYNGJA FRAMAR,ALDREI....nema ég fái borgað fyrir það eða einhver nákomin mér gifti sig....

Og ég verð eiginlega að viðurkenna að það er ekki mikið svigrúm fyrir dagdrauma sem eru einhverstaðar þarna á milli. Svart eða Hvítt. Er nú samt aðallega að einblína á hvíta drauminn. Svona á milli þess sem ég daðra við þann svarta. Ohhh ég þarf virkilega á distraction að halda pípól.

Tuesday, March 20, 2007

MYNDIR MYNDIR!
Nýjar myndir á myndasíðu 2 :)

...........jól og áramót og bland í poka............

Jól og áramót og bland í poka


Takk fyrir mig elskurnar mínar :)

Friday, March 16, 2007

2,6 kg :)

2,6 kg. léttari eftir 2 vikur!!!! :) meira um það á kerladanska.blogspot.com

Tuesday, March 13, 2007

Slæmt slæmt fiskikarma!


Note to self...ALDREI ELDA FISK AFTUR.......


Mínir fiskidagar eru hér með taldir....Ég hef reynt af öllum mínum mætti að elda fisk og í öll skiptin hef ég hent honum....Fyrir utan skiptin sem Þórður hefur pínt matinn í sig.....Let´s face it Kristín þú ert ekki fiskimanneskja....Slorið mun því vera víðsfjarri mér í danska kúrnum ....

Hvernig er hægt að klúðra því að elda smálúðu? Mjööög auðveldlega skal ég segja ykkur. Smá návist við Kerluna er nóg...ÉG meina kommon, ferskt rósmarín, hvítlauksolía, salt, pipar og dasssh af sítrónusafa hljómar nú nokkuð safe, en látið ekki blekkjast þegar ég er annars vegar.

Ég hef virkilega slæmt fiskikarma pípól.......

Friday, March 09, 2007

Til ömmu

Þú fórst það var haust
himnaenni þitt kalt
ég strauk ofurlaust
og þér þakkaði allt

Hvert augnablik þitt tár
þú grætur hans ævi
um ókomin ár
falla í hjartans sævi

Hans hverfandi armur
þig hlýlega vefur
og hvíslandi harmur
þú veist hvað þú hefur

Og í eyra þitt segir
Ég grét, ég mun gráta
himnahöfuð þitt sveigir
þín þögn lífsins gáta

ljóðakerla

Dans frostrósarinnar


Ég er frostrós á rúðu
þú gefur mér 5 sekúndur af augum þínum
og ég stíg örlítinn frostdans fyrir þig
tindrandi

Þú horfir annars hugar á sólina
sem er að vakna af værum blundi.

Sást mig ekki bráðna.

Ég er lítill dropi á rúðu
þú gefur mér 5 sekúndur af augum þínum
og ég stíg trylltan dans fyrir þig
drullug

Þú segir annars hugar
"Loksins er sumarið komið"

Thursday, March 08, 2007

Er aldurinn afstæður?



komin með átaksblogg.(kerladanska.blogspot.com)

.....á dauða mínum átti ég von.....

En svona er þetta, ég er líka farin að mæta í kirkju einu sinni í viku...

......og áður en þið vitið af því þá á ég eftir að snúast alveg við og gerast heimdellingur og fara að ganga með gemsann á mér daglega, hætta að drekka diet kók og horfa á fótboltann um helgar....Eða eitthvað.....


En ég ætla að nota tækifærið og óska Endurhæfingadeild Hrafnistu til hamingju með 10 ára afmælið! Húrra,úrra, úrrrraaaaaaaaa!!!

ég verð nú samt að deila með ykkur lífspeki aldraðra áður en ég hætti. Á rölti mínu um daginn með konu á tíræðisaldri sem bar aldurinn afburða vel og gæti vel verið á níræðisaldri þá lét ég þá klisju útúr mér ,af einhverjum ungæðingslegum ástæðum og greinilega mjög skilningssljóum, að aldurinn væri nú afstæður. Ég var ekki fyrr búin að láta þessi umæli falla útúr mínum ekki mjög svo gömlu vörum að konan lítur á mig full hneykslunar og svipur hennar sagði mér allt sem segja þurfti, Nei ALDURINN ER EKKI AFSTÆÐUR. Og hana nú. þarna fékk ég kennslu í því að láta undir engum kringumstæðum útúr mér klisjur sem á einhvern hátt viðkemur aldri.
Ekki einu sinni klisjurnar "allt er fertugum fært" og "þú ert bara eins gamall og þér líður". því þegar ég fór að hugsa um að ég væri með þvagleka, gyllinæð og jafnvel stómapoka og ýmislegt annað sem tengist ellinni þá er ég ekki svo viss um að mér fyndist afstæðnin í aldrinum svo heillandi. Við erum bara eins gömul og við erum..úff féll aftur í þessa gryfju....








Sunday, March 04, 2007

danskur, danskari danskastur

Var að koma úr samsöng og viti menn ég er farin að standa kyrr þegar ég syng!!! jeij...þetta er stór áfangi fyrir mig og langaði bara að deila því með ykkur.

jæja ég er byrjuð á danska kúrnum. Uhhh verð víst að éta ofan í mig alla fordómana sem ég hafði um kúrinn því þetta er ekkert smá sniðugt. Ég þarf að innbyrða mikið grænmeti og ávexti og á beisiklí að éta allan mat en þarf að vigta hann. Það eru komnir 4 dagar núna og mér líður rosa vel bara! Svo þarf ég að mæta í vigtun einu sinni í viku. Ji, mér leið eins og ég væri kind á leið til slátrunar um daginn þegar ég fór í fyrstu vigtunina. Þarna vorum við, svona 30 stykki kindur, í röð og biðum þess að verða vigtaðar. Voðalega viðkunnulegar konur tóku á móti manni og skrifuðu svo niður þessar dómsdagstölur, á miðöldum hefðum við verið brennimerktar þessum tölum, þá gátum við skrifað niður óskaþyngdina og ég sá í huganum þessar endalausu fyrir og eftir myndir í vikunni og þessum kvennablöðum með fyrirsögninni "fyrst ég gat það þá getur þú það" og svo eru þær undur hamingjusamar á svip í gömlu tjöldunum sínum og halda þeim uppi stoltar á svip yfir árangrinum. Já, ég er ekki frá því að ég hafi séð mig fyrir mér þannig. En fyrst þarf mar víst að hafa fyrir þessu er það ekki? Þetta er að mínu mati aðeins spurning um eitt, hversu þrautseig verð ég að halda þetta út. Og eins og himininn lítur út í dag mun ég japla á brokkólí og baunum fram í rauðann dauðann og tala bara um danska kúrinn við ykkur eins og ég sé heilaþvegin þangað til annað kemur í ljós..adios...