Tuesday, October 31, 2006

Wednesday, October 18, 2006

og þar lá fjallið grafið

Var í söngtíma áðan og fannst ég bara vera ógeðslega léleg og skil ekkert í því af hverju ég er eiginlega búin að koma mér útí þetta rugl. ohhh. Átti að ímynda mér fjall á bak við mig sem myndi veita mér kraft og bergmál og ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að það væri steinn á bak við mig. Svo varð ég pirruð útí sjálfa mig fyrir að ná ekki upp á helv. g-ið sem er venjulega ekkert mál fyrir mig, ekkert fjall að styðja mig í því takk fyrir. Rússneski framburðurinn var það eina sem ég plummaði mig í. Kannski þarf ég bara að ímynda mér fjallið á rússnesku?

Ég er orðin virkilega þjálfuð í að tala um veðrið. Það má segja að ég sé sona atvinnuveðursamræðari. Ég get haldið uppi mjög fjölbreyttum umræðum um veðrið þessa dagana í vinnunni´því starf mitt felst að hluta til að sækja fólkið og til að stytta okkur leið förum við út.Það er nú napurt úti núna segi ég við eina fiðurkolludúlluna og við þá næstu tala ég um hvað veðrið sé nú frábært og hressandi fyrir líkama og sál og lalalala. Jahhh svei mér þá ég þurfti að skafa í morgun, vekur alltaf upp mjög sterk viðbrögð. Svo er reyndar aðal galdurinn fólginn í því að greina "jákvæðnistuðulinn" hjá þeim gömlu.

Samkvæmt minni óvísindalegu könnun þá skiptist fólk í tvennt:
1. fólk sem kvartar alltaf undan veðrinu
2. fólk sem dásamar alltaf veðrið
...eða einfaldlega jákvætt fólk og neikvætt fólk. Ég flokkast sem hlutlaus því ég gríp alltaf múdið hjá fólkinu og spila svo úr því á minn einstaka hátt.


Ég myndi flokkast undir neikvæða hópinn í dag! ó mæ hvað ég er neikvæð í dag. Það er bara andskotans bylur og gaddur úti og ég held ég haldi mig bara inni í fýlu og reyni að finna mitt innra fjall. Ef það er hægt sökum innra veðurs!

Tuesday, October 10, 2006

Thursday, October 05, 2006

Grússkí karamba!!



Jebbs pípóls kaupin gerast sko hratt á eyrinni, er komin með nýja vinnu, frami minn hjá póstinum verður að bíða betri tíma því ég er að fara að vinna sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á Hrafnistu. Lýst bara akkotti vel á það. Er að skutlast með gamlingjana í leikfimi og boccia og setja á þá heita bakstra og sona, aðstoða þau í tækjsal líka. Get náttlega montað mig hvað ég tek mikið í bekkpressu, fín samkeppni sko og mjööög gott fyrir egóið! Ekki það að ég taki mikið í bekkpressu, hef reyndar bara gert það einu sinni :S allavega þá held ég að þetta sé gott múv því þrátt fyrir kosti þess að bera út þá er það ekki beint góðs viti að vera komin með leið á einhæfninni eftir 4 daga!
Og þið þarna úti sem eruð ekki búin að merkja ykkur vel og rækilega á hurðirnar ykkar ættuð að skammast ykkar og drífa í því, þið vitið ekki hvað þetta tekur á sálarlíf póstarins páls og co. Ó mæ hvað þetta er trist.

ich bin ein Zauberer.

Þarf að fara að rembast við að læra rússnesku lögin mín. Abbabbabb hvað rússneskur framburður er geðklofinn, t.d ber mar b fram sem v og p sem r, fyrir utan alla stafina sem eru bókstaflega ekki í okkar stafrófi. En einstaklega gaman samt og fræðandi. Þetta eru lítil sæt þjóðlög og ég er ekki búin að læra meira en að bera fram fyrstu þrjú orðin í einu laginu. En þetta kemur með vodkanu eins og rússarnir segja. Grússkí karamba!!!