Wednesday, June 28, 2006

13 dagar í bakpokaferð

Tel niður dagana, erum að fara útlendis eftir nákvæmlega 13 daga! Ferðinni er heitið til Fridrichshaven í suður þýskalandi og þaðan ætlum við að skottast með lest til ítalíu og ferðast bara eitthvað útí bláinn þaðan. Shit hvað ég hlakka til og ég held að ég sé að þróa með mér mjög þráhyggjulega hegðu. Sko í fyrsta lagi verið ég að tala um ferðina við ALLA og helst verður umræðuefnið að snúast um allt tengt ferðinni. Ég eyði ómældum stundum á veraldarvefnum að gúggla staði sem ég ætla að skoða og svo er ég búin læra utan af trrilljón hostel og skoða myndir af ótrúlegustu stöðum sem hægt er að gista á þar á meðal eldgamla kastala og forláta vita! Svo má ekki gleyma google earth þar sem ég get skoðað löndin vandlega séð frá gervihnetti. Er líka búin að sökkva mér oní hvað er í gangi hvenær sem er mjög skemmtilegur vefur fyrir þá sem vilja vita hvað er um að vera í heiminum jeeeij tjekk it át whatsonwhen.com

Svo bara svo þið vitið það þá á ég örugglega ekkert eftir að batna þegar ég kem heim, þá taka við myndir og sögur sem verða vonandi bullandi skemmtilegar og góðar ;)

Nú er líklega stefnan tekin á það að kíkja í heimsókn til Sigurjónu frænku sem býr við Garda vatnið ásamt manni sínum Kristjáni Jóhannsyni óperusöngvara. Það væri náttlega frábært að kíkja í ekta ítalskt kaffi og fá svona inside skúbb um hvað er eftirsóknarvert að gera og sjá.

Sá að það verður svaka flugeldasýning og læti í feneyjum 15. og 16. júlí sem er akkúrat tíminn sem við verðum á þessum slóðum og um að gera að kíkja á það. Það er víst ein stærsta flugeldasýning í evrópu sem hefst á miðnætti og mar getur tjillað á skreyttum gondólum og svo er víst farið á strönd þar nálægt og horft á sólarupprásina. Hljómar vel. Svo er aldrei að vita hvar við endum, líklegast förum við meðfram adríahafinu og í litla krúttbæinn Piran í Slóveníu og Portoroz þar sem ég fór í útskriftaferð, en nenni ekki að hangsa þar í þeim túristabæ. Svo er ég eitthvað að láta mig dreyma um Ungverjaland, finnst það eiginlega algjört möst.

Svo er ég að hætta á leikskólanum í haust. Þarf að fara að finna mér aðra vinnu fyrir haustið. Ég elska breytingar og er því full tilhlökkunar. Kannski spurning um að ég finni eitthvað sem ég endist í? Hver veit. Ég mun allavega seint teljast staldra lengi við á hverjum stað! En mér finnst um að gera að prófa sig áfram og þora að breyta til.

Wednesday, June 14, 2006

pönkið lifir!!!

jæja pípól, fékk 8, 3 fyrir söngprófið mitt sem er ágætt miðað við að næstum því einn heill var dreginn af fyrir nótnalesturinn :) er bara búin að taka þetta í sátt og stefni á níuna næst.

Birna tengdó til hamingju með 60 ára afmælið í dag!!!!
það var sko heldur betur fjör í afmælinu um helgina í Skorradalnum, alveg yndislegt sko. Ég tók lagið og svo eftir formlegan einsöng þá sleppti ég mér algjörlega í gólinu við gítarspil fram eftir nóttu ;) Það eru ekkert nema tónlistarsnillingar í þessari ætt og svo stofnuðum við kór líka, ekki amalegt það. Ég mun seint gleyma korters útgáfunni af knocking on heavens door sem ég og Siggi frændi hans Þórðar fluttum í hörku spinni. Ji hvað er gaman að spinna svona.

Klassíkin bíður nú ekki beint mikið uppá spinnerí. Þar er allt spurning um aga og reglur, svo er það röddin sem fær að spinna innan ákveðinna marka samt. Það er svo mikil útrás að fá að sleppa sér svona í söng án þess að hafa áhyggjur af því að hver nóta hangi á sínum stað og hver taktur sé heilög ritning. Hvernig væri að fá smá pönk inní klassíkina? Ekki spurning um hvað þú getur heldur hvað þú gerir! Kannski væri hægt að flytja Mozart í pönk útsetningu. Ramónesískur Mozart? Er viss um að það kæmi vel út, en þá er spurninig sú hvort þá séu ekki einhver tónskáld þarna úti sem eru fullir af hljómfræði og allri þessari tónlistavisku sem myndu útsetja verkið og þar af leiðandi erum við hvort eð er með "hvað þú getur".

Anarkisminn er frekar heillandi en svo innilega ónothæfur, svona falleg hugsun eins og kommúnismi en virkar ekki á okkur mannkynið. Við erum soddan eiginhagsmunaseggir. Við leitum í valdið og lög og reglur, því annars færi allt í steik, það er ekkert hægt að treysta okkur fyrir því að ana eitthvað útí bláinn með ramónesískan Mozart og anarkí í hjarta. Ekki hægt að treysta okkur fyrir því að deila öllu jafnt, því let´s face it það dregur úr okkur metnað á að standa okkur og vilja skara fram úr. Viljum við ekki alltaf fá eitthvað í staðinn?
Ich liebe dich und du liebst mich dæmi....

pælið í því að Bandaríkin eru e.t.v. að fremja sömu glæpi og naziztar í seinni heimstyrjöldinni gagnvart "hryðjuverkamönnum". Og komast upp með það eins og þeir gerðu. Guantanamo fangelsið er ekkert annað en "fegruð" útgáfa af útrýmingabúðunum og þessar útrýmingabúðir þeirra geta verið útum allan heim. Þeir geta tekið hvern þann sem þeir vilja og plantað honum í fangelsi án dóms og laga, drepið án dóms og laga og kennt Allah um. Allt er leyfilegt í stríði gegn hryðjuverkum og við vitum líklega minnst um hvað er í gangi. Það kæmi mér ekki á óvart ef eftir nokkur ár þá kæmi hryllingurinn almennilega í ljós og ætlum við þá að láta eins og okkur hefði aldrei dottið það í hug? Hvernig gat þetta gerst fyrir framan augun á okkur? Alveg eins og viðbrögð þjóðverja við útrýmingarbúðunum?


Heimur versnandi fer eða heimurinn breytist ekki neitt. Við lærum allavega ekki af mistökum svo eitt er víst því það er byrjað að endursýna Beverly hills og Melrose place.....