Tuesday, April 25, 2006

Corkys og Hveragerði

geðklofaveður alltaf hreint. ákváðum á sunnudeginum "í góða veðrinu" að skella okkur í bíltúr útúr borginni og af einhverjum ástæðum varð Hella fyrir valinu. þegar við vorum nýskriðin á Hellisheiðina þá skall á þvílíkt óveður og haglél og læti bara. sorglegt en satt þá enduðum við á því að rúnta um Hveragerði og fá okkur ís í eden í grenjandi rigningu. mjög hressandi og sunnudagslegt. mér finnst eitthvað svo fullorðins við að fara í sona sunnudagsbíltúra. verð bara að fara á Hellu næsta sunnudag ef veður leyfir. extra fullorðinsstig fyrir það.

fór í Freyjugötuteiti á föstudaginn til Ester. og okkur til mikillar undrunar þá kláraðist Corky´s vínið ógeðslega. það eru s.s einhverjir þarna úti nógu desperate til að drekka áfengi sem bragðast eins og hænsnaskítur, reyndum að koma því út á vafasömu tímabili í afmælinu mínu en fólk var greinilega ekki alveg búið að deyfa bragðlaukana og önnur skynfæri. Ester þú ert snillingur í að velja ógeðslegt vín ;) Corky er örugglega stoltur af þér!





ætli corky drekki corky´s?











bíð bara spennt eftir niðurstöðum úr söngprófinu mínu. er bara svekkt yfir þessu með nótnalesturinn, veit ég get betur.

Tuesday, April 18, 2006

páskaljóð

nú páskahátíð liðin er
og át ég voða mikið
en egg mitt var á stærð við ber
þeim mun betra fyrir vikið
ég fór í borgó laus við borg
og í skorradalinn líka
vorum alveg laus við sorg
það gerir alla ríka
nú heim erum komin á vifilsgate
við tekur lífið lúfið
í vinnu mættum bæði late
hið ljúfa líf er búið

Wednesday, April 05, 2006

horhorhorhorhor og ammæli

.......ég á ammælídagég á ammælídag égá ammæli ééééeeg ég áammælídag jeiiijjjjjjjjjjjjj......

gavuð ég er orðin 26 ára. hver hefði trúað því að ég næði svona háum aldri miðað við öll höfuðhöggin í æsku. Dagurinn í dag var þó helgaður stressi og djúpsteiktum mat og hori. Ég fer í prófið mikla á morgun og hnúturinn í mallanum er búin að öðlast sjálfstætt líf og held hann sé farinn að narta örlítið í taugarnar.

hversu mikið hor getur eitt lítið barn borið spyr ég bara?

En þrátt fyrir hor og stress þá er þetta bara búin að vera ágætis ammælisdagur. Fyrir utan það að ég gleymdi því bara að ég ætti ammæli og þegar fólk óskaði mér tli hamingju þá sagði ég bara "ég er ekki búin í prófinu". þið vitið s.s. um hvað ég er að hugsa og bið alla afsökunar á því hvað ég er utangátta og uppí fjöllum að tralla eitthvað með sjálfri mér en á laugardaginn ætla ég að bæta ykkur það upp með páskateiti. Ef ykkur langar óstjórnlega til í að vera í páskaungabúning eða bara vera í gulu þá væri það bara hressandi sko en ekki nauðsyn. just be your selves beautifull pepole!

Guð blessi ykkur lömbin mín stór og smá og sjámst á laugardaginn í páskagáska :)