Friday, August 26, 2005

ó menning


Setti inn nokkrar svipmyndir frá því í sumar :) En ef myndavélin mín hefði ekki drukknað á ættarmótinu þá væru þær eflaust fleiri...

Það styttist í það að ég hætti hérna á meltingadeildinni, er samt ekki alveg búin að átta mig á því ennþá. Svo fer ég að byrja í bókmenntafræðinni og náttlega tónó. Þannig að ég þarf að fara að undirbúa mig undir það að lesa eins og geðsjúklingur og syngja eins og engill. Góð blanda það, geðsjúkur engill ;) .

Fór niðrí bæ á menningardaginn, mjög skemmtileg stemming og allt það, það eina sem mér fannst að var að það var svo margt í boði en samt sá ég eiginlega ekki neitt. Kannski var það bara ég en hvar voru þessi 300 atriði? Mér fannst nú bara samt rosalega gaman, var ekki stungin í bakið!

Fór með mömmu og Ernu frænku á röltið og skoðuðum endalaust af nýaldarbúðum með allskyns lækningum og töframeðulum, ég fékk spádóm frá spákonunni sem er í Brúðkaupsþættinum Já, dró spjald og ég verð ekki heimsfræg og aðeins landsfræg með mikilli þolinmæði. Það er gott að vita þetta. Annars hefði ég eflaust reynt fyrir mér í Hollywood í trilljón ár og endað í kláminu. Landsfrægin er nú pís of keik. En það er um að gera að vera hugmyndaríkur þegar kemur að því fyrir hvað viltu vera fræg/ur? Ég væri til í að vera fræg fyrir einhver afrek, þó ekki íþrótta afrek, finnst íþrótta afreksfólk frekar boring celebs. Ég þótti nú samt efnileg hérna í körfuboltanum í denn :) Neibb, er alveg búin að afskrifa íþróttaleg afrek. Svo vill mar heldur ekki enda sem "Hér og Nú" forsíðuefni. Jæja er alveg búin að gleyma mér í þessum frægðarpælingum.

Jamms, hvar var ég, já menningardagurinn mikli, hitti síðan Ellu systir og við tókum stefnuna beint inní ómenninguna. Og þar sem við vorum í tjilli innan um lýðinn þá þurfti ég að rekast á einu manneskjuna á stór reykarvíkursvæðinu sem mig langaði ekki til að hitta. 100 þúsund manns í bænum og ég þarf að rekast á þann eina sem ég vil ekki hitta! Og mikið þoli ég það ekki þegar mig langar til að öskra og segja hvað mér finnst en í staðin þá brosi ég aulalegasta brosi sem hefur brosað og segi gaman að sjá þig. Ég er alltof kurteis. Þarf að virkja skessuna í mér. Eníhú þá var þetta vandræðalegt móment og gott ef ég var ekki komin úr öllu menningarstuði. Missti síðan af flugelda sýningunni, en hljóp samt útí rigninguna á sokkunum til að sjá leifarnar af sýningunni bak við tré. Mikið er gaman að svona útlenskri rigningu þegar mar stendur í dyrargættinni. Ætla síðan ekkert að fara nánar útí menninguna sem tók við eftir miðnætti.

Wednesday, August 24, 2005

Sumarið er liðið og best að líta yfir horfinn veg....

Jæja, hvað gerði ég nú þetta sumar? Posted by Picasa
Hafnarfjall Posted by Picasa
f�rum � borganes Posted by Picasa
kalt sumar.... Posted by Picasa
breyttist í flugu..... Posted by Picasa
Partý á Vífilsgötunni! Posted by Picasa
gaman gaman Posted by Picasa
Ella gella Posted by Picasa
staðið í skugganum Posted by Picasa
skugga-sandra Posted by Picasa
Jorge grillmeistari Posted by Picasa
the fantastic three.... Posted by Picasa
dagny og brosi� :) Posted by Picasa
Þórður að vinna? Posted by Picasa
grillveisla � vifilsg�tunni Posted by Picasa
sumarið gerir skrýtna hluti við fólk...Posted by Picasa
hver er a� vinna popppunkt? Posted by Picasa
flottar fr�nkur Posted by Picasa
að læðast Posted by Picasa
�ingvellir Posted by Picasa
�ingvellir Posted by Picasa
ÞingvallavatnPosted by Picasa
Alexander � steinaleit Posted by Picasa

Thursday, August 18, 2005


Sonic Youth tónleikarnir voru frábærir. Var ekkert rosalega spennt, ekki búin að vera að hlusta neitt af ráði á þau, en tónleikarnir í gær voru magnaðir. Gott ef kerlan er ekki orðin Sonic Youth aðdáandi. Jamms, svo eftir tónleikana þá fengum við hressandi "bíltúr" heim, þar sem við (ég,þórður og sandra) ýttum bílnum nokkurn spöl á bensínstöð :) Ég ætla samt að vona að vonda bíla-karmað hennar Ester sé ekki smitandi, það er með ólíkindum hvað bílar í hennar eigu þurfa að þola og hvað er málið með fólk sem klessir á bíl og lætur sig hverfa? En talandi um bíla og bíla-karma þá hefur það nú ekki farið fram hjá mörgum að við eigum ekki bíl og hefur það farið ansi mikið fyrir brjóstið á fólki í kringum okkur (þá er ég ekki að tala um ykkur elsku litlu krúsídúllurnar mínar sem lesið þetta blogg).
Ég vil líkja því við ofsóknir hvernig þetta fólk kemur fram. Það byrjar með saklausri spurningu um það hvort við séum ekki búin að fjárfesta í bifreið og svo þróast það útí hálfgerða predikun um það hvað það sé nú ómögulegt að vera bíllaus í Reykjavík og hvaða lúser sem er geti keypt jeppann beint úr búðinni í dag (svipbrigðin undir þessum predikunum eru vanalega full vandlætingar). Á þessum tímapunkti bendi ég fólki skömmustulega á það að við ætlum að kaupa bíl fyrir veturinn og þá fyrst færist vonarglæta yfir andlit predikarana og yfir þá færist himnesk ró.

Ég meina, hvenær urðu við svo undirlögð af lífsgæðakapphlaupinu að ungt fólk sem á ekki bíl er talið alveg vonlaust? Ég viðurkenni það að mér finnst erfitt að vera án bíls, en það er að hluta til af því að ég hef vanist því, en kommon people eitt sumar án bíls og það þykir alveg rosalegt!
Veit ekki hvort þið hafið svipaða reynslu og ég eða hvort að ég sé bara að umgangast fólk sem er komið svo langt í lífsgæðakapphlaupinu að það veit ekki hvert það á að hlaupa lengur og fer því að reyna að hlaupa aðra niður.

Thursday, August 11, 2005

Tíminn er eins og klukka

Klukkurnar á Landspítalanum biluðu allar sem ein í fyrradag. Þegar ég mætti í vinnuna þá var klukkan sem mætti mér hálf sjö. Fékk sömu tilfinningu og þegar ég hafði vaknað kl hálf sjö einhvern tímann í grunnskóla úti á landi og ætt út í snjó og bil, því þá var ég samviskusöm og vildi ekki fá seint í kladdann,fannst skrýtið að enginn væri á ferli en þá hafði ég auðvitað litið vitlaust á klukkuna. Stimpilklukkan kippti mér niður úr snjónum með sínum "rétta" tíma, óþolandi rútínuvinnu fylgir alltaf einhvað eins niðurdrepandi og stimpilklukka og af hverju þarf hún að tala? Kannski eru einmanna sálir þarna úti sem líta á stimpilklukkumanninn sem vin sinn. Vona ekki samt. Eftir því sem ég gekk lengra eftir ganginum tók ég eftir því að klukkan var hálf 5 og á hæðinni fyrir ofan var hún hálf 11. Tíminn þennan dag virtist algjörlega afstæður og klukkurnar virtust eiga sitt eigið líf og lifðu samkvæmt sinni eigin innri klukku. Hver sló á sínum hraða og tóku sér pásur þegar þeim sýndist svo. Komst ekki hjá því að hugsa að ef til vill voru þær bara í sumarfríi og hver nennir að vakna fyrir hádegi þá? Ég var náttúrulega ennþá í sumarfríi í hugsunum og hreyfingum, hreyfði mig í takt við klukkuna sem var í fríi og hugsaði í takt við klukkuna inní búrinu mínu sem var alveg stopp. Þennan dag var fólk allavega ekki uppiskroppa með umræðuefni. Allir voru að tala um klukkuruglið mikla. Hvað var eiginlega að gerast? Heyrði ég eina konu segja og þá sagði önnur að þær væru samtengdar og eitthvað hafi bilað sem stjórnaði þeim öllum. Þá áttaði ég mig á því að það eru til tvenns konar fólk í þessum heimi, fólk sem spyr og fólk sem svarar. Og fólkið sem spyr býst við öllu, öll svör eru möguleg og heimurinn er alltaf að koma á óvart, ímyndunaraflið og ástríðan er það sem knýr það áfram og fólkið sem svarar veit allt, allt er eins og það er og hið ómögulega er ómögulegt, skynsemi og reglur er það sem knýr það áfram. Þannig að klukkurnar voru að spyrja í dag en ekki svara. Þær leyfðu sér að stoppa, fljúga áfram í bullandi ótakti eða haga sér eins og geðhvarfasjúklingar.Á þessum tímapunkti var ég samt aðallega að hafa áhyggjur af hádegistímanum mínum. Garnirnar gauluðu, sem sagði mér að klukkan væri 12. Hver þarf á klukku að halda þegar hann er svangur?

Monday, August 08, 2005

Sumarfríið liðið er og grátbroslegur veruleikinn tekinn við.

Topp 6 listi yfir það sem ég gerði í sumarfríinu mínu:

1. Innipúkinn. ótrúlega vel heppnað, samt einum of troðið, hef ekki losnað við lagið I was dancing in a lesbian bar ohh ohh ohh úr hausnum á mér, sem jonathan richman flutti eftirminnilega)

2. Gerðist túristi í 101. Skildum símann eftir heima, tókum strætó niðrí bæ, sátum á kaffihúsi í steikjandi sól og tjilluðum ásamt túristum og mjög svo blómstrandi rónum. fórum út að borða og ég hitti þjóðverja sem voru að leita að partýi á miðvikudagskvöldi og ég talaði mína alkunnu "kugelschreiber" þýsku við þá. Sjaldan sem mar upplifir 8 þjóðverja horfa á mann með undrun og aðdáun yfir því að geta bullað um penna sem flýgur til Dusseldorf og ég hef ekkert tollskylt. Sehr gut, sehr gut ja.....

3.Passaði hund. Bjöggi bróðir fékk okkur það ábyrgðafulla verkefni að passa hund yfir verslunarmannahelgina. Ég er nú ekkert þekkt fyrir að segja nei við að passa blessuð dýrin og Aþena dúllu spott fékk að dúsa meira og minna ein alla helgina. En auðvitað var greyjið ekkert sátt við það og gelti víst, samk. heimildum mínum, viðstöðulaust eða þangað til við lufsuðumst heim.Nágrannarnir elska okkur því ennþá meira en áður. Voff Voff...
Kennir manni það að passa ketti en ekki hunda!

4.Fór í sextugsafmæli hjá tengdó. Hvað gefur maður manni sem á allt og ef hann á það ekki þá býr hann það til? Svar: sjávardýptarmæli. Afmælið var í bústaðinum í Skorradal og mikið fjör. Þórður missti rækju í freyðivínið sitt og drakk s.s. "rækjukokteil" allt kveldið.

5.Skoðaði Borgarfjörðinn. Get nú ekki verið þekkt fyrir það að þekkja ekki hverja þúfu, hvern hól í the kingdom of snorri sturluson. Rúntuðum þess vegna í Reykholt og ég dýfði tánnum í Snorralaug og gott ef ég er ekki með ódauðlegar tær eftir það :) Svo fórum við að Hraunfossum og það er ein mesta perla sem ég hef séð hér á landi. Vá, ótrúlega fallegir, renna útúr hrauninu og vatnið er blátt. Mæli með því að allir fari að skoða Hraunfossa, allavega flottari en Gullfoss og ekki eins mikil klisja.

6.Sukkaði án þess að fá samviskubit. Ég veit ekki hversu oft ég hef sagt þessa ódauðlegu línu "kommon ég er í fríi" til að friða samviskuna og borða eins og ég get í mig lagt og drekka bjór á virkum degi og eyða óhóflega miklum peningum í rugl. En kommon ég var í fríi!!!