Friday, July 29, 2005

Antony And The Johnsons


Ég gæti bitið af mér handlegginn af gremju yfir því að hafa ekki verið búin að "uppgötva" Antony And The Johnsons áður en þeir spiluðu hér. Er svo svekkt....En é mæli með því að allir sem hafa snefil af tónlistaráhuga að tjékka á þessari undurfögru tónlist.

I´m a bird now er glæsileg plata, full af trega og sársauka. Antony syngur eins og engill, reyndar syngur hann í falsettu
, líkt og geldingur, minnir mig aðeins á billy hollyday. Ég veit ekki ennþá hvort hann er kynskiptingur eða klæðskiptingur, það er ekki aðalatriðið, aðalatriðið er tónlistin og hún er hreinlega unaðslegt konfekt.

Tuesday, July 26, 2005

Einsi Kaldi


Stuð í Eyjum?





















Ég verð allavega á Innipúkanum!

Thursday, July 21, 2005

Ég nenni ekki.......




Ohh það styttist í hið ljúfa líf.....
Byrja í sumarfríi í næstu viku :)









Synd dagsins er leti.

Ég nenni ekki að vinna, ég nenni ekki að vinna ekki, nenni ekki að vaka, nenni ekki að sofa, nenni ekki að blikka augunum, nenni ekki að brosa, nenni ekki að segja góðann daginn, nenni ekki að ná mér í kaffi, nenni samt ekki að vera án koffíns, nenni ekki að hugsa, nenni ekki að tala við fólk, nenni ekki að vera í megrun, nenni ekki að vera ég, nenni ekki að hafa skoðun, nenni ekki að fara að pissa, nenni ekki að fara á túr, nenni ekki að vera kona, nenni ekki greiða mér, nenni ekki að mála mig, nenni ekki að gera mig sæta, nenni ekki að vera alltaf svona helv. kurteis, nenni ekki að láta aðra líka vel við mig, nenni ekki að vera á íslandi, nenni ekki að ferðast, nenni ekki að hata hryðjuverkamenn, nenni ekki að vera pólitísk, nenni ekki að vera vinstrisinnuð, nenni ekki að láta fjölmiðla mata mig, nenni ekki að vera viðkvæm, nenni ekki að vera heilbrigð, nenni ekki að vera stolt, nenni ekki að sakna, nenni ekki að finna samúð, nenni ekki að vera kaldhæðin, nenni ekki að vera elskuð, nenni ekki að mennta mig, nenni ekki að gera það sem gerir mig glaða, nenni ekki að prumpa, nenni ekki að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu, nenni ekki að taka stætó, nenni ekki að verða gömul, nenni ekki að sjá aðra verða gamla, nenni ekki að borða hollt, nenni ekki að láta mig fljóta, nenni ekki að vera fyrirmynd, nenni ekki að spara, nenni ekki að faxa, nenni ekki að hafa metnað, nenni ekki að mistakast, nenni ekki að nenna ekki, nenni ekki að hugsa um heilsuna, nenni ekki að láta mig dreyma, nenni ekki að blogga.

Tuesday, July 19, 2005

Aumur er ættlaus maður

Í dag skein sólin, en hún var ekkert að láta sjá sig um helgina þegar við skelltum okkur á ættarmót á Hyrningstaði. En þar sem við "útilegu-anti-útivistar-parið" eigum ekkert tjald né neitt sem við hefðum mögulega getað notað í staðinn fyrir tjald þá fengum við eitt 30 ára gamalt lánað hjá tengdó. Byrjuðum svo á því að tjalda því á vitlausum stað á tjaldstæðinu, þannig að við þurftum að aftjalda því og tjalda svo aftur í roki og rigningu. Þessi gömlu góðu virðast þó ilja manni best og standa af sér vonskuveður og heljarinnar áfengisneyslu. Systkini, frændsystkini, makar og makalausir, hundblautur hundur og kærasti máttu vel við una og um engan annan stað að ræða þar sem kúlutjöldin svokölluðu lágu flöt eins og skötur útum túnið. Það er nú þannig með mína ætt að hún er ættarmótasjúk. Það er sko ekkert sumar nema ef ekki séu 2-3 ættarmót víðs vegar um landið og helst fyrir vestan. Hef komist að því bara með því að kynnast öðru fólki að ættarmót eru ekkert endilega á hverju strái. En ég hef öðlast víðtæka ættarmóta reynslu í gegnum árin. En virðist samt ekki geta lært einfalda reglu. AÐ TAKA MEÐ SÉR STÍGVÉl OG ANNAÐ REGNHELT. Tók því nokkrar myndir af stígvélum.

Hér eru nokkrar myndir frá ættarmótinu.
i utilegu Posted by Picasa
Hakon bro og hjolid hans Posted by Picasa
stigvel eru gulls igildi i utilegu! Posted by Picasa
pabbi helt uppi studinu! Posted by Picasa
eg er ekki "utilegutypan" Posted by Picasa
Inga fr�nka Posted by Picasa
Hafrun hans bjogga Posted by Picasa
hundblautur i tjaldi Posted by Picasa
eg og bjoggi bro  Posted by Picasa
adal part�tjaldid Posted by Picasa
� sleik vid hund? Posted by Picasa
Hyrningstadir! Posted by Picasa
sveitagluggi.. Posted by Picasa
keilan g��a! Posted by Picasa

Thursday, July 14, 2005

Tuesday, July 12, 2005

Minn innri evrópubúi

Your Inner European is French!



Smart and sophisticated.
You have the best of everything - at least, *you* think so.

Monday, July 11, 2005

Keiluást í norðurmýrinni!





Mér leið svoldið svona í gær en er öll að koma til.

Það er nú meira hvað mar getur verið cracy á djamminu. Fann forláta keilu í garði í nágrenninu og varð svona líka heilluð af henni að ég tók hana með mér heim. Ég og þessi blessaða keila sem var by the way ekkert létt vorum svo myndaðar saman. Ég er mjög stolt á þessum myndum og það er engu líkara en að ég sé búin að finna tilgang minn í lífinu, á einhvern furðulegan hátt, með þessari keilu. Þórður var dálítið abbó en ég sá að mér og skilaði henni aftur. Er strax farin að sakna hennar.

INNIPÚKINN er málið! Ég var svo paranoid á föstudaginn, var svo hrædd um að það yrði uppselt en það er víst ennþá hægt að kaupa miða. Ætla bara að minna ykkur á að kaupa miða. Cat Power er ein af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og Blonde Redhead líka. Þetta gæti ekki verið betri dagskrá nema ef ske kynni að Kate Bush myndi mæta á svæðið og fyst ég er að láta mig dreyma þá væri sko ekkert slor að fá Björk líka! Finnst samt skrýtið að ein af mínum uppáhalds íslensku hljómsveitum um þessar mundir sem er Brite Light verður ekki að spila. En ég er sko ekkert að kvarta. Hlakka líka til að sjá Jonathan Richman. Er miklu spenntari fyrir Innipúkanum en Sonic Youth tónleikunum.

Ef þetta er ekki tónlistarorgía fyrir eyrað þá má ég hundur heita!

Thursday, July 07, 2005

Ég í náinni framtíð!



jæja nú er mér ekki til setunnar boðið lengur. Ég ætla að drífa mig í ræktina og hætti ekki fyrr en ég lít svona út!

Egggi sæt?

Monday, July 04, 2005

Naflakuskið mitt og þitt

Naflakusk!
Rakst inná síðu þar sem rætt var um þetta fyrirbæri. Ég hef mjög sjaldan fengið naflakusk og finnst mér það leiðinlegt. Ég myndi safna því saman í krukku. Þórður fær naflaló en mér finnst nú kannski einum of weird að ráðast á hans nafla í því skyni að safna því saman. Kannski ekki. Naflar eru skemmtilegir. Allskonar í laginu, mis djúpir og breiðir, sumir út og aðrir langt inn. Og sumum finnst gott að staupa sig úr nöflum. Aðrir pota í naflann sinn. Sumir muna ekki eftir því að þeir eru með nafla. Aðrir ganga í magabolum til að sýna naflann. Og svo kemur í suma naflakusk. Ekki minn samt.

Á live8 eftir að útrýma fátækt í Afríku? Held það geri nú lítið annað en að vekja athygli á málstaðnum. Sem er frábært útaf fyrir sig en held það þurfi meira til. Hvernig væri að beina sjónum að t.d lyfjafyrirtækjunum sem halda utan um blessuð lyfin sem gætu bjargað þúsundum barna frá því t.d að deyja úr malaríu? Svo ég tali nú ekki um HIV. Afléttum skuldir Afríkuríkjanna og gefum þeim lyf! Hversu erfitt er að framkvæma það? Það er einfaldlega mjög auðvelt ef viljinn er fyrir hendi. Við höfum séð hverning öll heimsbyggðin tekur sig til þegar náttúruhamfarir dynja yfir þjóðir. Þá bregðast allir við og hjálpa. Það er neyðarástand í Afríku og hefur verið lengi. Hinir háu herrar þessa heims geta brugðist við samkvæmt því, eins og um náttúruhamfarir væri að ræða. En nei, ef viljinn væri fyrir hendi væri löngu búið að aflétta skuldum og færa fólki lyf. Mér finnst þetta skammarlegt. En það sýnir hvað mar er dofinn að það þarf eitthvað eins og live8 til að maður vakni til vitundar og hugsi ekki bara um sitt eigið naflakusk. En þar með sagt finnst mér tilgangnum ekki náð. Það þarf að gera eitthvað. Ekki bara að spila vestræna popptónlist og sýna okkur myndir af hungruðum börnum. Sem við síðan gleymum daginn eftir. Og fyrst Bandaríkin eru svo rosalega umhugað um önnur lönd, að þau séu "frjáls" og fara meira að segja í stríð til að berjast fyrir bættum lífskjörum, af hverju hefur Afríka ekki orðið fyrir valinu. Ríkasta þjóð heims, græðir á fátækustu þjóð heims. Nei, það eru ekki neinir hagsmunir fyrir BNA að frelsa Afríku og bæta lífsskilyrði. Það er engin olía í boði.

Og á meðan ég skrifaði þetta blog hafa 400 börn dáið í Afríku.

Saturday, July 02, 2005

fugl dagsins! Posted by Picasa

Friday, July 01, 2005

Er einhver þarna inni?

Ég held ég þjáist af sumarfóbíu.


Mig langar helst til að leggjast undir feld í júní og júlí. Þoli ekki að horfa uppá fólk í efnislitlum fötum, finnst það sjúklegt. Æli þegar ég sé lítil börn úti að leika sér. Þegar sést til sólar þá er þetta erfiðast, get ekki opnað augun nema ég sé með sundgleraugu því ég er með ofnæmi fyrir sólgleraugum. Get ekki t.d. ekki borðað sólþurrkaða tómata eða drukkið sólberjasafa. Svo get ég ekki kveikt á útvarpi því ef ég heyri lög með Síðan Skein Sól þá missi ég heyrnina tímabundið. Ég á erfitt með að umgangast fólk því það er alltaf að tala um veðrið. Sumarið er skelfilegur tími fyrir mig. Mér finnst best að loka mig inni og gráta. Er búin að líma svarta ruslapoka fyrir alla glugga og setja gildrur við innganginn ef einhver skildi reyna að koma í heimsókn. Ég hef ekki alltaf verið svona. Ég man þá tíð þegar ég gat farið út á sumrin og leikið mér eins og önnur börn. En svo fór ég að heyra þessar raddir og eftir það fór ég að versna. Nú er svo komið að ég get ekki meira. Mig langar að horfa á þáttinn grænir fingur án þess að það líði yfir mig. Hjálp!!!!!

Ætli það sé til fólk eins og ég þarna úti? Ég mæti rosalegum fordómum gagnvart þessum sjúkdómi í samfélaginu. Fólk hlær að mér þegar ég nefni þetta og heldur að ég sé að grínast. Pæliði í því! Við eigum langt í land með að fá fólk til að skilja að sumarfóbía er staðreynd og tugir manna þjást á sumrin og geta ekki lifað eðlilegu lífi. Við erum bara ekki eins og þið! Ætla að stofna samtök því að enginn er að berjast fyrir þennan málstað. Ég vil koma út úr kæliskápnum og það verður slagorðið okkar bara svona til að ná til þessa hóps sem ég tel að sé þónokkur þarna inni.

Kondu út úr kæliskápnum! Þú brennur þig ekki.
S.G.S.F (samtök gegn sumarfóbíu)