Saturday, April 30, 2005

Thursday, April 28, 2005

Cogito Ergo Sum

10 atriði sem sanna tilvist mína

1.Ég hef talað við Geir Ólafs

2.Ég hef séð mig í spegli (því miður)

3.Ég hef tekið ljósrit af mér

4.Ég verð flekkótt þegar ég set á mig brúnkukrem

5.Ég fatta ekki páfann og kaþólska trú (en hver gerir það?)

6.Ég er með yfirdrátt sem hækkar og hækkar

7.Ég á Michael Jackson dúkku

8.Ég hugsa þess vegna er ég (alltof sjaldan)

9.Ég prumpa

10.Ég skrifa 10 atriði sem sanna tilvist mína á bloggið mitt

Wednesday, April 27, 2005

Show must go on

Fyrir þá sem vilja sjá mig brillera í 5 mínútur á sviði íslensku óperunnar þá eruði velkomin. Kostar ekkert inn og þið fáið óperu beint í æð! Er það ekki annars dópið sem allir þrá nú til dags?

Frumsýning er á föstudagskveld kl. 20:00.. En ekki örvænta því sýningarnar verða alls 6....

Ég ætla samt að vona að ég verði óþekkjanleg.

Monday, April 25, 2005

Vinkona dauðans og brúnkukrem lífsins

Fórum á árshátíð á laugardaginn. Þar sem mar getur ekki látið sjá sig á svoleiðis samkomum föl eins og lík og mar vill ekki fara í ljós því þá á mar á hættu að verða lík þá bar ég á mig brúnkukrem. Veit ekki hvort er betra að vera föl eða flekkótt? Ég er náttlega soddan fluðruveski (þýðing fljótfær) og nenni ekki að dunda mér við að bera þetta á mig. Setti kremið á mig klukkutíma áður en ég mætti á árshátíðina og hélt ég væri rosalega fín og brún. Svo átti ég leið á klósettið og varð litið á sjálfa mig og mér til skelfingar þá var ég eins og jing og jang tákn.

Jisús, eignaðist vinkonu dauðans á árshátíðinni. Var þarna með kærasta sínum sem vinnur með Þórði. Hún fór að tala um barnið sitt sem hún átti fyrir 5 mánuðum síðan og þetta væri fyrsta skipti sem hún fer út frá barninu. Voða næs og almennileg við fyrstu kynni. En hefði kannski átt að fatta að hún væri nú ekki alveg í lagi þegar hún fór að segja mér að ég yrði að verða ólétt af því hún vildi svo rosalega mikið verða vinkona mín. Hún fór að segja mér alla sína barneigna sögu og bestu leiðina til að verða ólétt. Þetta voru frekar súrrealískar samræður og svo blandaðist kallinn hennar inní málið og fór að segja við þórð að hann yrði að gera mig ólétta sem fyrst! Pæliði í þessu! Og svo stóðum við þarna og ég eiikkað neinei ég er ekkert að flýta mér og svona. Svo byrjaði hún að tíunda það hvað ég væri æðisleg og sæt og sexy og skemmtileg og að hún væri svvvo ánægð að hafa hitt mig. Jæja, þegar leið á kveldið þá fer ég með þórði að dansa og skil vinkonu dauðans eftir með sínum kærasta og áður en ég veit af þá kemur kallinn hennar og biður mig vinsamlegast að koma og halda kærustunni kompaní! Bíddu er ekki allt í lagi með ykkur eða? Jæja ég dröslast með skottið á milli lappana til að spjalla við hana (er alltaf svo aumingjagóð í víni) og þá er hún bara fúl útí mig og voða dramatísk. Svo nenni ég ekkert að púkka uppá hana lengur og er held mig bara í fjarlægð. Þegar við förum svo í rútuna (voru 2) þá varð hún að vera í sömu rútu og ég. Svo höldum við niðrí bæ og hún er að segja þórði hvort hann geri sér grein fyrir því hversu frábærslega æðisleg ég sé og þórði var ekkert að lítast á blikuna :)
Svo þegar við komum niðrí bæ þá segir kærasti hennar við mig að ég verði að fara með þeim og svo þegar ég hleyp í burtu þá fer hún að gráta og síðasta sem ég sá var hún hágrátandi utan í greyjið kærastanum. Og mér leið hálf ömurlega verð ég að segja.

Friday, April 22, 2005

Raunir sólóistahópsins 5 Frekar Flekaðar

Ég veit ekki hvaða geðveiki þetta er en mig dreymdi saur í nótt, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að í morgun, eins og alla morgna, fékk ég mér kaffi og fann þessa líka saurlykt af kaffinu! Hvað er málið? Eru draumarnir að elta mig inn í daginn? Eða er ðetta bara í nösunum á mér? Kannski eikkað að kaffinu? veit það ekki og mun líklega aldrei komast að niðurstöðu um þetta mál. Ég þarf virkilega að eignast eitthvað líf fyrst ég skrifa um þetta mál á blogginu mínu. Stundum er mar bara sorglegur og verður barasta að leyfa sér að vera það!

Nú er ég á fullu á æfingum í óperunni. Eyddi fyrsta degi sumars á fjölum íslensku óperunnar. Við í kórnum (eða 5 manna sólóistahópurinn) vorum fengnar til að færa leikmuni til í sýningunni. Þvílík kúnst að færa til sviðsfleka og stóla! Tók okkur hvorki meira né minna en 2 kl.st. að æfa það. Svo tókst okkur að klessa flekana saman í hvert einasta skipti sem við hreyfðum þá og á þessum flekum eiga að vera skuggamyndir þannig að við verðum að vera fljótar að láta okkur hverfa á réttum tíma því annars sjáumst við hlaupandi eins og tröllskessur á flekunum :) Mér tókst náttlega að klúðra málunum í gær, ég ætlaði að vera svooo snögg að færa þá en fattaði mér til skelfingar að ég var óþarflega mikið í sviðsljósunum og var svolítið eins og kind sem veit ekki hvort hún á að hlaupa yfir veginn og drepast eða ekki.

En vá hvað leikhúslífið er mikið þolinmæðisvinna! Ingólfur leikstjóri er búin að breyta hlutverki okkar svo oft að ég held ég sé að þróa með mér multiple-personality-disorder. Vorum sveittir og feitir tyrkir í byrjun en erum orðnar einhvers konar kvennabúrs hórur! Og mikið er ég sátt við hlutskiptin. Var ekki að fíla mig sem einhvers konar karlrembumatsjó miklu skemmtilegra að leika hóru. Meiri möguleikar! Eins og allir vita þá eru hóru hlutverk rosalega vænleg til óskarsverðlauna. Því hórulegri því betri leikona ertu. Ég er ekki að segja samt að ég ætli að lifa mig of mikið inn í hlutverkið, gæti eyðilagt líf mitt en eins og einhverjir segja "Allt fyrir listina".

Tuesday, April 19, 2005


Speki dagsins:

Lífið er eins og banjó!

Monday, April 18, 2005

Aðgát skal höfð í nærveru ættingja

Góðan daginn þið þvottaklemmur á snúru alheimsins!

Veisluhöld virðast elta mig á röndum þessa dagana. Fór í hvorki meira né minna en 3 afmæli og 1 fermingu (hjá Háksa Bró) um helgina. Er illilega búin að overdósa á kökum og majónesi. En í dag drekk ég vatn og aftur vatn til að hreinsa innyflin og samviskuna.


Ættingjar (majonimus ættus)

Ættingjar eru fyrirbrigði sem erfitt er að forðast algjörlega. Þeir leynast í heimakynnum sínum svo mánuðum skiptir en poppa síðan upp á vorin í kringum fermingar. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir en eiga þó sameiginleg gen. Ættingjar þekkjast langar leiðir á smeðjulegu brosinu og þá einkennir stæk kaffilykt og oft má sjá leifar af majónesi og rjóma í munnvikum þeirra. Til að forðast að lenda í neti ættingjans er best að forðast algjörlega að mynda augnsamband við hann því þá er voðinn vís. Ættinginn ræðst á fórnarlambið með nærgöngulum spurningum um líf og framtíðarplön þangað til fórnarlambið er niðurbrotið á sál og líkama. Ef þú ert svo óheppinn að lenda í klóm ættingja er best að brosa mikið og kinka kolli og svara spurningunum og reyna eftir fremsta megni að sýna áhuga á ættingjanum og afkvæmum hans ef ekki þá á hann það til að styggjast mjög. Og umfram allt engar snöggar hreyfingar!

brabra sagði fuglinn og dó......

Friday, April 15, 2005

Post-Ammælis-Stress-Disorder

Hef ekkert getað skrifað í viku!

Ásæðan er mjög líklega: Post-ammælis-stress-disorder.Já ég hef ekki verið með sjálfri mér eftir ammælið mitt sem heppnaðist frábærlega! Stóðum náttlega á haus og fengum góða hjálp frá Ester og familíunni. Takk og takk. Það er nebbnilega ótrúlegt hvað hægt er að gera góða hluti í lítilli kjallaraíbúð! Þar þjappaðist saman tvöföld fjölskylda og vinir á svo hagstæðan hátt að allir komust fyrir. Þið eigið hrós skilið. Svo leið mér eins og Rós líður í hnappagati (eða annars er það ekki jákvætt?) og fékk svo bestu gjöf sem hægt er að fá þegar manni finnst mar gamall. Lífshlaup mitt í myndum (frá fæðingu) og ljóðum (frá því ég var 10 ára) sem var bytheway MJÖG frjótt tímabil í lífi mínu. Það fór ekkert úrskeiðis sem getur svo auðveldlega farið úrskeiðis í svona samkomum. Eins og t.d. maturinn óætur, aha, neinei, hann var svooo ljúffengur þó ég segi sjálf frá. Bollan óáfeng, fannst nú flestir vera í góðum gír. Ammælisbarnið dauðadrukkið og á mjög svo dramatískum trúnó við alla, hehe ekki fyrr en undir morgun ;) Tónlistin var í eðalgæðaflokki í stjórn Ester og Ellu. ´90 nostalgíju diskur með lögum sem ég dýrkaði í denn (ókei ég var nineties fórnarlamb) og ekki má gleyma honum Van Son víetnamska söngvaranum sem fór á kostum! En um líf hans má lesa á síðunni hennar Ester.

Ég er byrjuð á æfingum í Íslensku Óperunni á Apótekaranum eftir Hayden. Úff púff og stúff. Ætla að semja lag um gærdaginn.

10 litlir sópranar ætluðu að syngja'í kór
5 flippuðu á því
og böðuðu sér uppúr klór

5 litlir sópranar eftir voru þá
þær sungu sig í hel
og átu Jóa Fel

Já, eins og kemur fram í þessu ljóði þá hætti helmingur kórsins á öðrum degi! Hvílíkt úthaldsleysi. hehehe. Og nú get ég ekki hætt! Ef ég hætti þá hrynur þessi magnþrungni kór eins og Domino kubbar. Það tekur á sálrtetrið að dröslast þangað á hverjum degi í 4 kl.st en svo þegar ég er komin þá finnst mér svo gaman og get alleg hugsað mér að vinna í þessum bransa. Ég meina kommon að syngja og leika sér og fá borgað fyrir það! Hvað getur hugsanlega verið betra?
Fyrir utan náttlega atvinnudraum minn að eiga pulsuvagn.



Fyrirsögn Dagsins

bætti á sig 50 kíló á 5 mánuðum!

Hvaðan kom viljastyrkurinn?

Friday, April 08, 2005

To be or not to be a smurf!

Ekkert segir meira um sálartetrið en vísindalega þróuð sjálfspróf ;)

You scored as Obsessive-Compulsive Disorder.
Congratulations! You are obsessive-compulsive! You know nothing curbs images of mutilating your mother like a good counting/checking/washing ritual... wait, DID you forget to turn off the stove???

Obsessive-Compulsive Disorder
58%
Schizophrenia
42%
Eating Disorders
33%
Unipolar Depression
25%
Borderline Personality Disorder
25%
Antisocial Personality Disorder
0%

You scored as Smurf.
What more can I say about little blue people hanging around mushrooms?

67%
Strawberry Shortcake
50%
Thundercats
50%
Transformers
42%
Heman
42%
Voltron
33%
Shera
25%


You scored as Public Nudity.
You would most likely be showing to much in public because you arent ashamed to

Public Nudity
67%
Being Drunk in Public
50%
Theft
50%
Fraud
33%
Murder
33%

Sem sagt niðurstöður þessa prófa eru á þá leið:

Strumpur með Obsession-compulsive Disorder og stípalíngs tendensís.
(mjög líklega gáfnastrumpur)

Thursday, April 07, 2005

til hamingju með afmælið Megas og megi þú verða páfi okkar íslands!

Ég átti alveg yndislegan afmælisdag! Fékk óvæntan hjúkkusöng, er að spá í að stofna meltingadeildarkórinn ;) gætum sungið fiskinn minn nammmi nammi namm og allur matur á að fara upp í munn og ofan i´maga og borðið þér orma frú Normann í tilefni að Megas er sextugur í dag, til hamingju meistari. MEgas er s.s. hrútur eins og ég. Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta! Allavega, ammælisdagurinn minn var alveg eins og góðir dagar eiga að vera, söngur, matur og gott fólk! Og takk fyrir allt mitt fólk! Biðst samt afsökunar á því að kakan OG kaffið var búið eftir kl. 21:00. En í sárabætur ætla ég að hafa nóg af veitingum á laugardaginn.

Já, páfinn er dauður og allir voða sorry. Veit ekki alveg hvort ég get tekið þátt í þessum skrípaleik. Finnst þetta allt hræsnislegt. Merkur maður dáinn og allt það en hvernig komst hann til valda? Takið eftir því að dánarorsök páfans var tilkynnt fljótt og mjög ítarlega svo ekki færu neinar sögur um að hann hefði verið drepinn eins og með forvera hans. Allt mjög grunsamlegt í kringum það. Enginn veit með vissu dánarorsökina og voru læknarnir að hringlast með hitt og þetta sem hann átti að hafa látist úr. Var tiltölulega ungur og sprækur með nýjar hugmyndir. En páfi var ekki lengi í páfagarði. Hann þótti ekki nógu íhaldssamur og þess vegna varð hann að fara! Það væri nú hræðilegt að páfinn færi að styrkja Durex og þramma, í leðurdressi, göngur gayparade! Ótrúlegt hvað afturhaldsemin og siðleysið fær að grassera þarna í páfagarði. Hallelúja..

Tuesday, April 05, 2005

Ég er orðin 25 ára ung!

Þessi dagur rann upp eins og allir aðrir dagir í lífi kerlulings. Vekjarinn stilltur á 08:45 sem er akkúrat tíminn sem ég fæddist og upplifði mig voðalega fullorðins! Og ekki frá því að ákveðin endurfæðing hafi átt sér stað þegar ég slufsaðist fram úr rúminu með 25 ára gamlar stírur í augum. Ester er búin að panta göngugrindina. Þannig að þau vandræði eru úr sögunni. Búin að tala við þær inní gangráðaeftirliti um að redda mér einum startara. Svo á ég fullt fullt af yngri systkinum sem ætla að taka mig að sér og sjá um skeiningar og almenn þrif. Mikið er ég fegin að familían mín er ekki við eina fjölina felda!

Var að spá í að mæta í vinnuna í gullskónum mínum í tilefni dagsins en fór í silfurskóna.

Monday, April 04, 2005

Og svartholið gleypir okkur öll á endanum

Þá er þessi dagur runninn upp. Síðasti dagur æsku minnar. Á morgun verð ég gömul. Var að borða síðasta hádeigisverðinn. En ég er búin að taka ellina í sátt. Verð bara. Ég veit að innst inni verð ég sú sama. En við ykkur öll sem hafa gengið í gegnum súrt og sætt með mér vil ég segja ,áður en ég fæ Alsheimer eða parkinson, Takk fyrir samfylgdina og þrátt fyrir allt þá verð ég enn hjá ykkur í anda. Amen.

Best að blogga samt eitthvað svona í hinsta sinn. Horfði á silfur Egils í gærkveldi og þar var hann með mæta menn sem höfðu lesið bókina the last century (minnir mig). Bókin var eftir frægan vísindamann sem uppgötvaði svartholið og fjallaði hún um allt það sem gæti farið úrskeiðis hjá mannkyninu sem verður þess valdandi að við deyjum út. Mjög mikil bjartsýnismaður þar á ferð! Þar var m.a minnst á nanó tækni sem er verið að þróa og þegar við höfum náð fullum tökum á nanóinu þá getum við búið til tæki sem hugsa eða vélmenni. Og hættan var sú að við missum stjórn á vélmönnunum og þau færu að drepa okkur (já þetta var í silfri egils ekki tölvuþættinum á popptíví) og það sem meira var þá kúka vélmennin einhverju grænu gumsi sem myndi safnast upp í náttúrunni og bara allstaðar og þar með eyðileggja náttúruna. Skemmtileg framtíðarsýn ekki satt? Svo var ýmislegt annað sem getur grandað tilveru okkar og allt tengdist það þróun vísindanna. Sko, á ekki bara að banna þessum vísindamönnum að vera endalaust að finna hjólið! Það eru mjög líklega milljarður araba sem styðja t.a.m Osama Bin Laden og fleiri brjálæðinga vegna hversu slæm lífskjörin eru og hatur á vesturlöndum og því sem við stöndum fyrir. BNA hafa einmitt átt þátt í að stuðla að því. Ef t.d. svíar sæju sér hag í því að bjarga þjóðinni frá einoki Dóra og Davíðs og myndu bomba okkur aftur á sturlungaöld þá myndi ég hata alla Svía og líklega allt ljóshært fólk með blá augu. En er samt ekki viss um að svíar séu með slík áform, bara tók sem dæmi. ( helv..svíar). Já það sem ég vildi sagt hafa er að framtíðin verður svört ef marka má þennan svarthols uppgötvara. Og það sem meira er, hvaða hálvita vísindamenn telja það okkur í hag að reyna að "búa" til svarthol. Það er enn önnur vitleysan sem vísindamenn eru að dunda sér við. Jæja, best að fara í vinnuna og búa til svarthol sem gæti gleypt okkur með húð hári og jarðskorpu. Það þyrfti engan Osama Oddson til þess að stjórna því, það sér alveg um það sjálft. SVo er mengunin annar kapituli. Nenni ekki að tíunda það. Þið vitið alveg hvað mér finnst um beljur!

Jæja og morgundagurinn nálgast óðfluga eins og óð fluga.
gsdgadgasdgsadg

Friday, April 01, 2005

"Hún var svo óheppin að fæðast falleg"

Ester fékk að fikta í síðunni minni og gera hana svona meira að mínum smekk. Takk samt fyrir að gera fólki kunnugt um Barböru Streisand áhuga minn og setja þessar fallegu myndir af mér á síðuna. Finnst ég svo rosalega sæt á þessum myndum. Bara trúi ekki að þetta sé ég! Veit ekki alveg hvort ég hafi þær inni því ég er ansi hrædd um að stalkerar útí bæ muni ekki láta mig í friði sökum fríðleika. Úff það er so erfitt að vera bjútí. Er s.s. ekki orðin of sein til að taka þátt í ungfrú ísland og ég held að ljósmyndafyrirsætan sé in da house!!

Muhaaa 4 dagar hahaha


yo Posted by Hello

ég Posted by Hello